Stone Roses í Belfast og Glasgow

stoneroses

Það er uppselt á tónleika hljómsveitarinnar í London en ennþá laus sæti fyrir þá sem vilja fljúga til Belfast eða Glasgow. Það er uppselt á tónleika hljómsveitarinnar í London en ennþá laus sæti fyrir þá sem vilja fljúga til Belfast eða Glasgow.
240 þúsund manns mættu á tónleika bresku hljómsveitarinnar Stone Roses í fyrra en liðsmenn hennar héldu þá meðal annars tónleika í heimaborg sinni Manchester og í Madison Square Garden í New York. Liðsmenn Stone Rones komu saman á ný sumarið 2012 og hafa síðan þá spilað fyrir fullu húsi víða um heim enda hefur tónlist bandsins lifað góðu lífi allt frá því að fyrri breiðskífan kom út árið 1989. Stuttu eftir að seinni platana kom út árið 1994 skildu leiðir fjórmenninganna og fjölmargir aðdáendur hljómsveitarinnar hafa því haft fá tækifæri til að sækja tónleika með bandinu. Og þó söngvari Stone Roses, Ian Brown, hafi komið hingað til lands og spilað í Laugardalshöllinni um árið þá eru vafalítið einhverjir Íslendingar til í að láta gamlan draum rætast og sjá Stone Roses á sviði sem fyrst. 
Í sumar gefst tækifæri til þess því í júní eru á dagskrá nokkrir tónleikar með Stone Roses í Bretlandi og nú þegar mun vera uppselt á þá stærstu sem haldnir verða þann 17. júní á Wembley í London. Hins vegar eru ennþá til miðar á tónleikana í Belfast 13. júní og í Glasgow þann 24. júní en til beggja þessara borga flýgur Icelandair allt árið um kring.
Á tónleikunum í Glasgow munu heimamennirnir í Primal Scream hita upp fyrir en Mani, bassaleikari Stone Roses, var um langt skeið liðsmaður í þeirri hljómsveit.
Ódýrustu miðarnir á tónleikana kosta 60 pund eða um 8300 kr. (sjá hér).