Vinningshafinn í ferðaleik Delta fundinn

delta vinningshafi

Einn heppinn lesandi Túrista er á leið til Bandaríkjanna á næstunni.Einn heppinn lesandi Túrista er á leið til Bandaríkjanna á næstunni.
Delta Air Lines býður upp á áætlunarferðir milli Íslands og New York allt árið um kring og yfir sumarið bætist við beint flug héðan til Minneapolis. Delta er jafnframt eina bandaríska flugfélagið sem hingað flýgur og hafa umsvif þess aukist ár frá ári.
Félagið efndi til ferðaleiks á síðum Túrista nú í febrúar og til að eiga möguleika á vinningi urðu þátttakendur að svara rétt spurningunni um hversu oft í viku Delta flygi hingað frá New York og Minneapolis. Rétta svarið er allt að daglega og reyndar eru ferðirnar frá New York 8 í viku yfir sumartímann. Hátt í þrjú þúsund rétt svör bárust og þar á meðal eitt frá Önnu Baldvinu Jóhannsdóttur en nafn hennar kom upp úr pottinum þegar dregið var. Hlýtur hún farmiða fyrir tvo með Delta til annað hvort New York eða Minneapolis í sumar.
Túristi óskar Önnu Baldvinu góðrar ferðar til Bandaríkjanna og þakkar öllum sem þátt tóku.
Nýjum ferðaleik verður hleypt af stokkunum á síðum Túrista innan skamms.