Vinningshafinn í ferðaleik Germania fundinn

germania bremen

Einn heppinn lesandi Túrista fékk flugmiða fyrir tvo til Þýskalands í sumar.
Í fyrra hóf þýska flugfélagið Germania að fljúga til Íslands og þá frá Bremen og Friedrichshafen. Í sumar fjölgar áfangastöðunum um tvo og þar með býðst farþegum hér á landi í fyrsta skipti að fljúga beint til Dresend og Nuremburg. Af því tilefni efndi Germania til ferðaleiks í samstarfi við Túrista og í boði var flugmiði fyrir 2 til eins af þessum fjórum áfangastöðum Germania í sumar. 
Nærri þrjú þúsund rétt svör bárust og sá sem hlaut gjafakortið heitir Kristján Ólafur Jóhannesson. Túristi óskar Kristjáni góðrar ferðar til Þýskalands í sumar og þakkar öllum fyrir þátttökuna.

Nýr ferðaleikur

Það er hins vegar ekki öll nótt úti enn fyrir þá sem vilja næla sér í frían flugmiða út í heim því í dag hófst nýr ferðaleikur á síðum Túrista og í boði er flugmiði fyrir tvo til annað hvort New York eða Minneapolis.
Smelltu hér til að taka þátt í ferðaleik Delta og Túrista