Samfélagsmiðlar

Á að velja Basic, Biz eða XXL?

Það eru margir kostir í stöðunni fyrir þá sem ætla að fljúga með WOW air út í heim.

Farþegar WOW air geta nú valið á milli þriggja tegunda af fargjöldum í stað einnar eins og áður tíðkaðist. Grunntýpan kallast „Basic“ og sá sem kaupir hana fær aðeins farmiða en má aðeins taka með litla tösku sem kemst undir sætið fyrir framan. Farþegi sem velur „Plus“ fargjald getur gengið um borð með hefðbundna handfarangurstösku og innritað farangur að auki. Máltíð og sæti með meira fótarými bætist svo við þá þjónustu sem fæst ef viðskiptafargjaldið, „Biz“, er bókað. Forfallatrygging er líka innifalin fyrir þá sem bóka síðarnefndu tegundirnar.
Með þessum breytingum verður fyrirkomulagið hjá WOW álíka og hjá evrópskum lággjaldaflugfélögum en Ryanair, sem er þeirra stærst, hóf til að mynda nýverið að bjóða upp á sérstök viðskiptafargjöld þar sem farþegar geta meðal annars breytt ferðaáætlun sinni og fengið forgang í öryggisleit á flugvöllum. Hins vegar þarf alltaf að borga fyrir matinn hjá Ryanair og það sama á við um Norwegian en forfallavernd, líkt og WOW býður, er vanalega ekki hluti af fargjöldum evrópskra flugfélaga. Flest þeirra bjóða hins vegar farþegum sem kaupa millifargjaldið að velja sér sæti um borð en fyrir það þarf að borga aukalega hjá WOW og kostar það að lágmarki 699 kr.

Stundum hagstæðara að borga fyrir töskuna

Verðmunurinn á flokkunum þremur hjá WOW air er mismunandi á milli daga og áfangastaða en virðist í flestum tilvikum vera það mikill að það borgar sig fyrir farþega, sem ætlar aðeins taka með sér eina handfarangurstösku, að bóka einfaldlega ódýrasta fargjaldið og bæta svo við farangursheimildinni. Að því gefnu að forfallaverndin vegi ekki þungt í huga viðkomandi. Samkvæmt lauslegri athugun Túrista þá er verðbilið á milli „Basic“ og „Plus“ fargjaldanna nefnilega oftast um helmingi hærra en handfarangursgjaldið er, bæði í flugi til Evrópu (frá 1.999 kr.) og til N-Ameríku (frá 3.999). Ef farþeginn vill hins vegar innrita farangurinn þá gæti millifargjaldið orðið hagstæðasti kosturinn en það er þó ekki algilt. Það virðist nefnilega oft vera um þrjú til fimm þúsund króna bil frá „Basic“ og upp í „Plus“ á styttri Evrópuleiðum en það kostar 3.999 kr að innrita tösku í þannig flug.

Maturinn í kaupbæti fyrir þá sem vilja fótapláss og farangur

Sem fyrr segir þá fá farþegar sem bóka dýrasta fargjaldið hjá WOW að sitja í þeim sætum þar sem fótarýmið er mest og eins fá þeir veitingar um borð. Eins og fargjöldin hjá WOW eru í dag þá borgar sig að bóka þetta svokallaða „Biz“ fargjald ef farþeginn vill fá að velja sér sæti í fremstu röðunum og líka innrita farangur. Viðkomandi fær þá eiginlega flugvélamatinn í kaupbæti því sæti af tegundinni XXL kostar að lágmarki 2.999 kr. hvora leið og 5.999 kr. ef flogið er yfir á vesturströnd Bandaríkjanna með WOW.

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …