Samfélagsmiðlar

Aðeins tvö flugfélög fjölga sætunum í Bandaríkjaflugi meira en WOW gerir

wow gma Friðrik Örn Hjaltested

Íslenska lággjaldaflugfélagið er eitt þeirra flugfélaga eykur framboð á flugi yfir hafið mest. Hlutfallslega eykur íslenska lággjaldaflugfélagið framboð sitt mest af öllum í flugi milli Evrópu og Bandaríkjanna en í sætum talið er viðbótin meiri hjá Airberlin og Norwegian.
Eftir sex vikur fer WOW air jómfrúarferð sína til Miami og í vor hefst áætlunarflug til Pittsburgh. Þar með verða áfangastaðir WOW í Bandaríkjunum 7 talsins og til allra þeirra er flogið allt árið um kring. Vöxtur íslenska lággjaldaflugfélagsins vestanhafs hefur verið mjög hraður og á því verður framhald á því samkvæmt útreikningum flugritsins Anna.aero þá verða sæti fyrir rúmlega 197þúsund fleiri farþega Bandaríkjaflugi WOW air á meðan sumaráætlunin er í gildi frá lokum mars og til enda októbermánaðar. Aðeins Airberlin og Norwegian bæta meiru við framboðið í sumarflugi milli Evrópu og Bandaríkjanna en WOW air gerir. Hjá hinu þýska Airberlin bætast við 247 þúsund sæti en 245 þúsund hjá Norwegian sem flýgur nú til Bandaríkjanna frá sex löndum. Hlutfallslega eykst framboðið hins vegar langmest hjá WOW air eða um 142% frá því í fyrra.
Hjá Icelandair nemur viðbótin frá því í fyrra rúmum 78 þúsund sætum eða um 17 prósentum aukning en tvær bandarískir áfangastaðir bætast við leiðakerfi félagsins í ár, Philadelphia og Tampa í Flórída. 

Íslensku flugfélögin í 15. og 19. sæti

Þrjú stærstu flugfélög Bandaríkjanna; Delta, United og American Airlines eru umsvifamestu fyrirtækin í flugi milli Bandaríkjanna og Evrópu samkvæmt úttekt Anna.aero. Delta er þeirra stærst með nærri fjórar milljónir sæta en Delta er jafnframt eina bandaríska flugfélagið sem flýgur hingað til lands. Á því hefði getað orðið breyting í ár því samkvæmt heimildum Túrista fékk United Airlines lendingarleyfi á Keflavíkurflugvelli í sumar fyrir flug hingað frá New York en ekki mun standa til að nýta það.
British Airways og Lufthansa eru í fjórða og fimmta sæti á listanum yfir þau flugfélög sem eru stærst í flugi til Bandaríkjanna en Icelandair er í fimmtánda sæti. WOW air er svo í 19. sæti en athygli vekur að það verða sæti fyrir fleiri farþega í Ameríkuflugi WOW air í sumar en hjá rótgrónum flugfélögum eins og Austrian, Aeroflot, TAP og hinu pólska LOT.

Fleiri flugferðir héðan en frá hinum norrænu borgunum

Áætlunarflug til 18 bandarískra flugvalla mun standa farþegum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar til boða í ár sem er meira framboð en frá stærstu flugvöllum frændþjóðanna. Frá Kaupmannahöfn, stærstu norrænu flughöfninni, er til að mynda aðeins flugið til 13 flugvallar líkt og Túristi sagði frá. Þessar góður samgöngur héðan til Bandaríkjanna eru líklega skýringin á því að hlutfallslega ferðast miklu fleiri Íslendingar vestur um haf en Danir, Svíar, Norðmenn eða Finnar. Samkvæmt tölum frá ferðamálaráði Bandaríkjanna sóttu 56 þúsund Íslendingar Bandaríkin heim árið 2015 en til að mynda voru gestirnir frá Eystrarsaltslöndunum litlu fleiri þó íbúafjöldinn þar sé átján sinnum meiri en hér á landi.

Nýtt efni

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …

Útlit er fyrir að það hægist aðeins um í ferðaþjónustunni á þessu ári miðað við hraðan vöxtinn á síðasta ári. Ísland endurheimti ferðafólkið hraðar eftir heimsfaraldurinn en flest önnur lönd en nú er hægari gangur í bókunum. Þar hafa eldsumbrotin á Reykjanesskaga sín áhrif en hátt verðlag hér á landi fælir líka einhverja frá. Á …