Samfélagsmiðlar

Opna 500 ný hótelherbergi í Stokkhólmi í vikunni

atsix hobo

Í vikunni tékka fyrstu gestirnir sig inn á tvö ný hótel sem opna í sama húsi í miðborg Stokkhólms. 
Í höfuðborg Svíþjóðar fjölgar ferðamönnum jafnt og þétt og þar opna því reglulega ný hótel. Flest hver á vegum stærstu norrænu hótelkeðjanna og oft í útjaðri borgarinnar. Í þessari viku bætast hins vegar við tvö systurhótel í miðborginni með samtals um 500 herbergi. Það fínna kallast At Six og er lúxushótel á meðan Hobo er einfaldari gististaður.
Aðspurð um hvort það er pláss fyrir svona mikla viðbót við hótelmarkaðinn í Stokkhólmi bendir Jenny Edh Jansen, markaðsstjóra hótelanna, á að til borgarinnar komi margir ólíkir hópar af ferðamönnum. „Hótelflóran í Stokkhólmi er fjölbreyttari en í hinum norrænu höfuðborgunum sem er ástæða þess að borgin lokkar til sín fleiri ferðamenn. Vinsældir Stokkhólms sem áfangastaðar vaxa líka ár frá ári og það er mikil eftirspurn eftir hótelrýmum.“

Blása lífi í daufan hluta miðborgarinnar

Jenny Edh Jansen, segist vonast til að At Six og Hobo geti boðið upp á nýja upplifanir í sænsku höfuðborginni. Á At Six er markmiðið, að hennar sögn, að höfða til þeirra sem vilja búa á mjög góðu og líflegu hóteli með áhugaverðum veitingastöðum, börum, fallegum herbergjum og framúrskarandi þjónustu. Á Hobo segir Jansen að herbergin séu mjög vel skipulögð og falleg en á því hóteli eru sameiginlegu rýmin í aðalhlutverki því þar er ætlunin að hótelgestir og heimamenn komi saman á alls kyns viðburðum, t.d. listsýningum og tónleikum.
Hótelin tvö verði til húsa við Brunkenbergstorg sem er rétt við Hamngatan, helstu verslunargötu borgarinnar og skammt frá Gamla stan. Brunkenbergstorg er í dag frekar daufur hluti af miðborginni, sérstaklega eftir að allir kontoristarnir halda heim úr vinnunni. Nú eiga sér hins vegar stað miklar framkvæmdir á svæðinu og til að mynda er verið að endurreisa að hluta til verslunarmiðstöðina Gallerian í næst húsi við nýju hótelin tvö.

Tilboð á gistingunni í byrjun

Þeir sem eru á leið til Stokkhólms á næstunni og vilja búa á splunkunýju hóteli í miðri borginni mega gera ráð fyrir að nóttin á At Six kosti að að minnsta kosti tæpar 20 þúsund krónur en um 11 þúsund á Hobo. Samkvæmt athugun Túrista hækka verðið þónokkuð í maí og í sumar. Fyrstu um sinn eru þó sérstök tilboð í boði, til að mynda 25% afsláttur af gistingunni um páskana á At Six og þeir sem bóka fyrir 31.mars fá sama afslátt og frían morgunmat á Hobo.

Frá fimmtudegi til sunnudags er hægt að fá ódýrara far með Arlanda Express hraðlestinni frá flugvellinum og niður í bæ. Sjá hér

Nýtt efni

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …

Útlit er fyrir að það hægist aðeins um í ferðaþjónustunni á þessu ári miðað við hraðan vöxtinn á síðasta ári. Ísland endurheimti ferðafólkið hraðar eftir heimsfaraldurinn en flest önnur lönd en nú er hægari gangur í bókunum. Þar hafa eldsumbrotin á Reykjanesskaga sín áhrif en hátt verðlag hér á landi fælir líka einhverja frá. Á …