Bestu hótelin í Reykjavík samkvæmt Tripadvisor

reykjavik Tim Wright

Á hinum vinsæla ferðavef er að finna 65 þúsund umsagnir um reykvísk hótel og tvö þeirra eru með fullt hús hjá notendum síðunnar. Á hinum vinsæla ferðavef er að finna 65 þúsund umsagnir um reykvísk hótel og tvö þeirra eru með fullt hús hjá notendum síðunnar.
Með tilkomu Tripadvisor fengu ferðamenn í hendurnar öflugt tæki til að vega og meta gististaði og því er stundum haldið fram að slæmir dómar á Tripadvisor geti gert út af við hótel. Á sama hátt eru góðar umsagnir á vefnum mikilvægar og það er ekki óalgengt eigendur þeirra gististaða sem eru með háa meðaleinkunn á Tripadvisor geri töluvert úr því á heimasíðu sinni og í öðru kynningarefni. Það er þó engin ástæða til að láta Tripadvisor stjórna ferðalaginu algjörlega og hundruð lofræður geta verið þýðingarminni en góð meðmæli frá einhverjum sem þú treystir.
Hvað sem því líður þá er ljóst að margir hótelgestir í Reykjavík skrifa um dvölina á Tripadvisor því síðustu 14 mánuði hafa bæst við 22 þúsund dómar um gististaði höfuðborgarinnar á vefinn. Umsagnirnar voru samtals 43.595 talsins í janúar í fyrra samkvæmt athugun Túrista en þær eru núna rétt rúmlega 65 þúsund. Líkt og áður eru íbúðahótel áberandi á listanum yfir þá gististaði sem skora hæst hjá notendum Tripadvisor og nýleg hótel komast líka ofarlega á blað, til að mynda Canopy hótelið sem opnaði á Hljómalindareitnum í sumar sem er í dag númer 4 á Reykjavíkurlista Tripadvisor. Aðeins tvær efstu gististaðirnir á honum er með fullt hús stiga.