Samfélagsmiðlar

Borgarstjóri vill að sveitarfélög sinni eftirliti með heimagistingu

Mynd: Sigurjón Ragnar/sr-photos.com

Gera má ráð fyrir að hundruðir reykvískra fasteigna séu leigðar út ólöglega til ferðamanna. Gera má ráð fyrir að hundruðir reykvískra fasteigna séu leigðar út ólöglega til ferðamanna. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, er þeirrar skoðunar að eftirlitið með heimagistingu verði ekki markvisst fyrr en það er komið í hendur sveitarfélaga. Hann er ekki á því að banna eigi starfsemi fyrirtækja eins og Airbnb líkt og bæjarstjórinn í Kópavogi hefur talað um.
Allir þeir sem leigja út fasteignir til skamms tíma þurfa að sækja um leyfi fyrir starfseminni og skrá eignir sínar miðað við ný lög um heimagistingu sem gengu í gildi um áramótin. Samkvæmt reglunum takmarkast skammtímaleiga á húsnæði við 90 daga á ári og tekjurnar mega ekki vera hærri en 2 milljónir á tímabilinu. Í dag eru 62 reykvískar fasteignir komnar með leyfi og þar af er um þriðjungur í miðborginni samkvæmt lista á vef sýslumanns. Það er líklega aðeins lítið brot af þeim íbúðum sem eru til leigu fyrir ferðafólk því alls voru fjögur þúsund íslenskir gistikostir á skrá hjá Airbnb síðast þegar fyrirtækið gaf upplýsingar um umsvif sín hér á landi. Og samkvæmt úttekt Íslandsbanka þá var að jafnaði áttunda hver íbúð í miðborginni leigð út til ferðamanna í júlí sl. á vegum Airbnb. Það má því áætla að í dag séu hundruðir fasteigna í Reykjavík leigðar út án leyfis.

Innleiðing laganna valdið vonbrigðum

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að þessi staða og innleiðing nýju laganna valdi vonbrigðum. „Bæði varð dráttur á því að skilgreina hvaða sýslumannsembætti ætti að fara með málið en jafnframt var því ekki sinnt að breyta öðrum lögum þannig að þeir sem ætluðu að tilkynna um gistingu innan 90 daga reglunnar þurfa enn að uppfylla ýmislegt sem átti að fella niður til að gera ferilinn einfaldari. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að eftirlitið verði ekki eins markvisst og það þarf að vera fyrr en það er komið í hendur sveitarfélaga.” En í dag er eftirlitið í höndum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.
Þess ber að geta að samkvæmt upplýsingum frá umhverfisráðuneytinu er unnið að breytingum á lögum um heilbrigðisvottanir og í framhaldi verður heimagisting einungis skráningarskyld og mun það einfalda umsóknir um leyfi til heimagistingar verulega. Frumvarp umhverfisráðherra um þessar tilslakanir verður væntanlega lagt fram í vor en líkt og borgarstjóri bendir á þá er merkilegt að þessar breytingar hafi ekki verið gerðar fyrir áramót, áður en nýju lögin um heimagistingu tóku gildi.

Veita ekki ný rekstrarleyfi fyrir gistingu

Sá húsnæðisskortur sem nú ríkir á höfuðborgarsvæðinu er reglulega rakinn til leigu á húsnæði til ferðamanna. Reykjavík er þó ekki eina borgin sem á við þann vanda að etja og hafa forsvarsmenn borgarinnar meðal annars átt fundi með yfirvöldum í Berlín, Amsterdam, París og Barcelona um þessa stöðu. Dagur segir samráð við aðrar borgir vera ómentanlegt. „Í fyrsta lagi eru viðfangsefnin náskyld og í mörgum tilvikum þau sömu. Hugsunin víða er raunar orðin svipuð því sem lá til grundvallar hinna nýju laga hér, að leyfa fólki að leigja út frá sér afmarkaðan tíma árs, en herða kröfur og utanumhald þegar íbúðir eru alfarið reknar sem skammtímagisting. Reykjavík hefur bannað ný leyfi af því tagi í íbúðahverfum í aðalskipulagi borgarinnar en ég er ekki viss um að allir átti sig á þeirri breytingu. Nýja löggjöfin styður við þetta. Í samanburði við þær borgir sem hafa náð lengst í þessu sýnist mér eftirlitið vera okkar stóri veikleiki. Það þarf að færast til borgarinnar.”

Eiga að geta leigt út heimili sín

Dagur vill þó ekki ganga jafn langt og bæjarstóri Kópavogs sem viðraði þá hugmynd að banna starfsemi Airbnb á ákveðnum svæðum. „Það er hægt að setja Airbnb skorður í íbúðahverfum, og það höfum við gert. Mér finnst hins vegar mikilvægt að við gerum greinarmun á því að fjölskyldur leigja út frá sér í húsnæði sem þær búa í, einsog nokkurs konar húsaskipti. Níutíu daga reglan á að ná utan um þetta. Um íbúðir sem eru alfarið í ferðamannaleigu gildir öðru máli. Slíkar íbúðir eru einsog hver annar atvinnurekstur og við viljum koma í veg fyrir fjölgun þeirra á skilgreindum íbúasvæðum,“ segir borgarstjóri.

Seinagangurinn við skiptingu gistináttagjalds með ólíkindum

Víða tíðkast það að hótelgestir greiði sérstakan borgarskatt fyrir hverja nótt og tekjurnar renna þá til viðkomandi sveitarfélags. Hér á landi er lagt gistináttagjald á hvert herbergi en tekjurnar fara hins vegar í ríkissjóð. Borgarstjóri játar að honum þyki þetta fyrirkomulag ósanngjarnt. „Það er með ólíkindum hvað hægt gengur að samþykkja lög um að sveitarfélögin fái hlutdeild í gistináttargjaldi þótt allir séu sammála um að straumur ferðamanna valdi margvíslegum kostnaði í rekstri þeirra. Þetta er sameiginleg krafa sveitarfélaganna í landinu sem við munum fylgja eftir þar til þessi breyting næst fram.”

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …