Þriðji hver ferðamaður á Tenerife er Breti

tenerife stor

Fall breska pundsins síðastliðið sumar hefur ekki dregið úr áhuga Breta á sólarlandaferðum til Tenerife. Fall breska pundsins síðastliðið sumar hefur ekki dregið úr áhuga Breta á sólarlandaferðum til Tenerife.
Rétt rúmlega tvær milljónir breskra ferðalanga lögðu leið sína til Tenerife í fyrra sem er aukning um sextán prósent frá því í hittifyrra. Þessi mikla viðbót kom ráðamönnum á spænsku eyjunni ánægjulega á óvart samkvæmt frétt Travelmole enda var búist við að það myndi draga úr utanlandsferðum Breta í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar um aðild Bretlands að Evrópusambandinu. Eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir féll breska pundið og hefur það ekki náð flugi á ný. Þar af leiðandi er það dýrari fyrir Breta að dvelja í útlöndum í dag en það var á sama tíma í fyrra.
Þess má geta að breskum ferðamönnum á Íslandi fjölgaði um rúmlega fjórðung á seinni hluta síðasta árs þrátt fyrir að krónan hafi styrkst á sama tíma og pundið hríðlækkaði.

Bjartsýn á framhaldið

Sólþyrstir N-Evrópubúar drógu verulega úr vetrarferðum til Egyptalands í kjölfar byltingarinnar þar fyrir fimm árum siðan.  Á meðan hefur aðsóknin í Kanaríeyjar, þar á meðal Tenerife, aukist verulega. Ferðamannastraumurinn á Spánarstrendur hefur svo aukist enn frekar í kjölfar þess að stjórnmálaástandið í Tyrklandi versnaði til mikilla muna sl. sumar. Spánverjar gera því ráð fyrir að árið í ár verði metár í komum ferðamanna til landsins og á Tenerife er búist við alla við tíund fleiri ferðamönnum á fyrri helmingi ársins. Til Tenerife komu þangað 5,6 milljónir erlendra ferðamanna í fyrra eða þrefalt fleiri en sóttu Ísland heim.