Samfélagsmiðlar

Ráðherrar boða hærri skatta og gjöld á ferðaþjónustu en hvað með allt hitt?

Í gær viðraði forsætisráðherra þá hugmynd að ferðaþjónustan yrði færð úr lægra þrepi virðisaukaskatts og upp í það efra. Í þarsíðustu viku boðaði ráðherra ferðamála líka auknar álögur á ferðaþjónustuna en ekki þær sömu og forsætisráðherra.
Forsvarsmenn ferðamála í Danmörku hafa lengi verið ósáttir við að búa við mun hærri virðisaukaskatt en löndin í kring. Í Danmörku er hins vegar 25% virðisaukaskattur lagður á allar vörur og þjónustu og engin lægri skattþrep eru í boði öfugt við það tíðkast hér á landi. Á fundi með dönskum hótelstjórum nýverið sagði skattaráðherra landsins að hann efaðist ekki um neikvæð áhrif þess að vera með hærri skatt á gistingu en hinum megin við Eyrarsund þar sem sænska ríkið leggur helmingi minna (12 prósent) ofan á hótelreikningana og líka á veitingahúsaheimsóknir.

Hér á landi borga hótelgestir 11 prósent virðisaukaskatt auk sérstaks gistináttagjalds sem hækkar úr 100 krónum á hverja nótt upp í 300 krónur í haust. Þar með verður hlutfall opinberra gjalda af verði hefðbundins hótelherbergis í Reykjavík um 13% en samkvæmt samanburði bókunarsíðunnar Trivago kostar tveggja manna herbergi í höfuðborginni um 23 þúsund krónur. Aðeins í Monte Carlo og Genf borgar ferðafólk meira fyrir næturstað þessi misserin og hefur Reykjavík skotist upp listann yfir dýrustu ferðamannaborgirnar Evrópu samfara styrkingu krónunnar.

Staða Íslands við topp listans mun styrkjast ef sú stefna sem Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, boðaði í gær, á fundi Samtaka atvinnulífsins, verður að veruleika. Þar nefndi hann þann möguleika að færa ferðaþjónustuna upp í efra þrep virðisaukaskatts og um leið lækka þrepið úr 24 prósentum niður 22,5 prósent. Með þessum breytingum myndi t.d. reykvíska hótelherbergið, sem í dag kostar 23 þúsund, hækka um 2500 krónur og ofan á það bætist svo 300 króna gistináttagjald. Þess háttar gjald er ekki lagt á í Danmörku. Og vissulega myndi margt fleira hækka í verði vegna þessarar breytingar.

Hækkun virðisaukaskatts eru hins vegar ekki einu álögurnar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa boðað á ferðaþjónustuna síðustu daga. Í ræðu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, á Ferðaþjónustudeginum í þarsíðustu viku kom fram að til skoðunar væri að taka upp þjónustusérleyfi fyrir þau fyrirtæki sem „sem stunda útgerð inn á náttúruperlur í opinberri eigu“. Ferðamálaráðherrann hefur einnig talað fyrir gjaldtöku landeiganda og Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, hefur boðað vegatolla sem hann segir meðal annars vera tilkomna vegna ferðamannastraumsins.

Í ljósi hugmynda ráðherranna um auknar álögur á ferðamenn má rifja upp það sem stóð um ferðaþjónustuna í stjórnarsáttmálunum sem kynntur var í byrjun árs. Þar sagði m.a.: „Á næstu árum verður lögð áhersla á verkefni sem stuðla að samhæfðri stýringu ferðamála, áreiðanlegri gagnaöflun og rannsóknum, náttúruvernd, aukinni arðsemi greinarinnar, dreifingu ferðamanna um land allt og skynsamlegri gjaldtöku, t.d. með bílastæðagjöldum.“
Miðað við þær hugmyndir sem ráðherranir hafa lagt fram í málefnum ferðaþjónustunnar er ljóst að þeir hafa lagt áherslu á það síðastnefnda á listanu, þ.e. gjaldtökunni. Forsvarsmenn ferðaþjónustunnar hljóta hins vegar að bíða óþreyjufullir eftir stefnu stjórnarinnar þegar kemur að öllum hinum atriðunum á verkefnalista ríkisstjórnarinnar í málefnum atvinnugreinarinnar. 

 
Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …