Samfélagsmiðlar

Ráðherrar boða hærri skatta og gjöld á ferðaþjónustu en hvað með allt hitt?

Í gær viðraði forsætisráðherra þá hugmynd að ferðaþjónustan yrði færð úr lægra þrepi virðisaukaskatts og upp í það efra. Í þarsíðustu viku boðaði ráðherra ferðamála líka auknar álögur á ferðaþjónustuna en ekki þær sömu og forsætisráðherra.
Forsvarsmenn ferðamála í Danmörku hafa lengi verið ósáttir við að búa við mun hærri virðisaukaskatt en löndin í kring. Í Danmörku er hins vegar 25% virðisaukaskattur lagður á allar vörur og þjónustu og engin lægri skattþrep eru í boði öfugt við það tíðkast hér á landi. Á fundi með dönskum hótelstjórum nýverið sagði skattaráðherra landsins að hann efaðist ekki um neikvæð áhrif þess að vera með hærri skatt á gistingu en hinum megin við Eyrarsund þar sem sænska ríkið leggur helmingi minna (12 prósent) ofan á hótelreikningana og líka á veitingahúsaheimsóknir.

Hér á landi borga hótelgestir 11 prósent virðisaukaskatt auk sérstaks gistináttagjalds sem hækkar úr 100 krónum á hverja nótt upp í 300 krónur í haust. Þar með verður hlutfall opinberra gjalda af verði hefðbundins hótelherbergis í Reykjavík um 13% en samkvæmt samanburði bókunarsíðunnar Trivago kostar tveggja manna herbergi í höfuðborginni um 23 þúsund krónur. Aðeins í Monte Carlo og Genf borgar ferðafólk meira fyrir næturstað þessi misserin og hefur Reykjavík skotist upp listann yfir dýrustu ferðamannaborgirnar Evrópu samfara styrkingu krónunnar.

Staða Íslands við topp listans mun styrkjast ef sú stefna sem Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, boðaði í gær, á fundi Samtaka atvinnulífsins, verður að veruleika. Þar nefndi hann þann möguleika að færa ferðaþjónustuna upp í efra þrep virðisaukaskatts og um leið lækka þrepið úr 24 prósentum niður 22,5 prósent. Með þessum breytingum myndi t.d. reykvíska hótelherbergið, sem í dag kostar 23 þúsund, hækka um 2500 krónur og ofan á það bætist svo 300 króna gistináttagjald. Þess háttar gjald er ekki lagt á í Danmörku. Og vissulega myndi margt fleira hækka í verði vegna þessarar breytingar.

Hækkun virðisaukaskatts eru hins vegar ekki einu álögurnar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa boðað á ferðaþjónustuna síðustu daga. Í ræðu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, á Ferðaþjónustudeginum í þarsíðustu viku kom fram að til skoðunar væri að taka upp þjónustusérleyfi fyrir þau fyrirtæki sem „sem stunda útgerð inn á náttúruperlur í opinberri eigu“. Ferðamálaráðherrann hefur einnig talað fyrir gjaldtöku landeiganda og Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, hefur boðað vegatolla sem hann segir meðal annars vera tilkomna vegna ferðamannastraumsins.

Í ljósi hugmynda ráðherranna um auknar álögur á ferðamenn má rifja upp það sem stóð um ferðaþjónustuna í stjórnarsáttmálunum sem kynntur var í byrjun árs. Þar sagði m.a.: „Á næstu árum verður lögð áhersla á verkefni sem stuðla að samhæfðri stýringu ferðamála, áreiðanlegri gagnaöflun og rannsóknum, náttúruvernd, aukinni arðsemi greinarinnar, dreifingu ferðamanna um land allt og skynsamlegri gjaldtöku, t.d. með bílastæðagjöldum.“
Miðað við þær hugmyndir sem ráðherranir hafa lagt fram í málefnum ferðaþjónustunnar er ljóst að þeir hafa lagt áherslu á það síðastnefnda á listanu, þ.e. gjaldtökunni. Forsvarsmenn ferðaþjónustunnar hljóta hins vegar að bíða óþreyjufullir eftir stefnu stjórnarinnar þegar kemur að öllum hinum atriðunum á verkefnalista ríkisstjórnarinnar í málefnum atvinnugreinarinnar. 

 
Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …