WOW hefur samkeppni við Icelandair í Chicago með stuttum fyrirvara

chicago 2

Daginn eftir að sumaráætlun flugfélaganna hófst bætir WOW air við flugi til þriðju fjölmennustu borgar Bandaríkjanna Daginn eftir að sumaráætlun flugfélaganna hófst bætir WOW air við flugi til þriðju fjölmennustu borgar Bandaríkjanna. 
Fyrir ári síðan hóf Icelandair á ný flug til Chicago en þá voru 28 ár liðin frá því að flugfélagð hafði síðast boðið upp á ferðir til þessarar þriðju fjölmennustu borgar Bandaríkjanna. Nú ætlar WOW air einnig að hefja áætlunarflug til Chicago og samkvæmt bókunarvél flugfélagins verður jómfrúarferðin farin þann 13. júlí og í boði verða fjórar ferðir í viku. Þotur Icelandair lenda hins vegar á Chicago O’Hare flugvelli daglega. 
Með þessari viðbót eiga íslensku félögin tvö í samkeppni í flugi héðan til fjögurra bandarískra borga en þess má geta að þar til að Icelandair hóf flug til Chicago var SAS eina norræna flugfélagið með heilsársflug til Chicago. Þangað hefur til að mynda Norwegian ekki ennþá hafið flug. 
Ódýrustu farmiðar WOW air héðan til Chicago í sumar kosta 18.999 krónur samkvæmt athugun Túrista en við famiðaverðið bætist bókunargjald og eins þarf að borga fyrir innritaðan farangur líkt og í öllu flugi félagsins. Forsvarsmenn Icelandair hafa hins vegar líkað boðað að síðar í ár verði í boði fargjöld með félaginu sem eru án farangursheimildar.
SMELLTU TIL AÐ SJÁ HVAÐA FLUGFÉLÖG FLJÚGA HVERT Í VOR, SUMAR OG HAUST