Frændþjóðirnar fjölmenna til Fort Myers á Flórídaskaganum

florida fort myers

Vesturströnd Flórída nýtur nú sívaxandi vinsælda meðal Skandinava og eru það hinar barnvænu strendur sem laða að. Í ár stóreykst framboð á flugi héðan til Flórída. Vesturströnd Flórída nýtur nú sívaxandi vinsælda meðal Skandinava og eru það hinar barnvænu strendur sem laða að. Í ár stóreykst framboð á flugi héðan til Flórída.
Hátt í tvöfalt fleiri skandinavískir ferðamenn fóru um bæina Fort Myers og Sanibel á vesturströnd Flórída í fyrra en í hittifyrra. Þar með eru frændþjóðir okkar orðnar einn fjölmennasti ferðamannahópurinn á þessu svæði samkvæmt tilkynningu frá ferðamálaráði Fort Myers. Þar kemur fram að það séu einna helst barnafjölskyldur sem bókir ferðir þangað enda eru strendurnar aðgrunnar og sjórinn oftast stilltur. Öfugt við það sem fólk eigi að venjast víða við austurströndina. Ferðafrömuðir vilja líka meina að á vesturströnd Flórídaskagans upplifi fólk hina gömlu Flórída og stemningin þar sé allt önnur og rólegri en austan megin og sérstaklega við Miami þar sem fjörið er ívið meira.

Miklu fleiri Flórídaferðir frá Íslandi

Fort Myers er hluti af fastalandinu á meðan Sanibel er eyja en á þessu svæði er að finna hundruðir slíkar. Út á flestar þeirra stærri liggja brýr á meðan aðeins er hægt að fara sjóleiðina út á þær minni. Nálægðin við hafið gerir það svo að verkum að alls kyns báta- og sjósport nýtur vinsælda meðal ferðalanga á svæðinu, til að mynda kajakróður. 
Um áratugaskeið hefur Icelandair boðið upp á áætlunarflug frá hausti og fram á vor til Orlando en félagið bætir svo við reglulegu flugi héðan til Tampa í haust. Frá báðu þessum borgum tekur um 2 tíma að keyra til Fort Myers og vegalengdin er álíka frá Miami en þangað hefur WOW air flug í byrjun apríl.

Smelltu hér til að gera verðsamanburð á bílaleigubílum í Orlando, Miami og Tampa.