Helmingi færri ferðamenn ef náttúrupassinn hefði verið samþykktur

erlendir ferdamenn

Það stefnir í að alla vega 2,2 milljónir ferðamanna heimsæki Íslandi í ár sem er miklu meiri fjöldi en sérfræðingarnir sem mæltu með náttúrupassanum sáu fyrir.
Árið 2017 átti að verða það ár sem fjöldi erlends ferðafólks hér á landi færi í fyrsta skipti yfir eina milljón samkvæmt spá Boston Consulting Group sem kynnt var í Hörpu í september 2013. En sérfræðingar ráðgjafafyrirtækisins höfðu mánuðina á undan unnið að rannsóknum á íslenskri ferðaþjónstu og var afrakstur vinnunnar kynntur á fundinum. Þá voru líka gerðar tillögur að framtíðarskipulagi ferðamála hér á landi og lögðu sérfræðingar Boston Consulting Group til að náttúrupassi yrði tekinn upp. Í kjölfarið lagði þáverandi ráðherra ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir, fram umdeilt frumvarp um náttúrupassa sem hún dró svo tilbaka í hittifyrra.
Eins og sjá má á grafinu hér fyrir neðan þá hefur spá Boston Consulting Group reynst órafjarri raunveruleikanum og fór hún reyndar strax út af sporinu árið eftir að hún var birt. Þá var skekkjan orðin 17 prósent og í fyrra var hún 79 prósent. Í ár gera svo spár Isavia og greiningadeilda bankanna fyrir alla vega 2,2 milljónum ferðamanna eða tvöfalt fleiri en Boston Consulting Group gerðo ráð fyrir að þeir yrðu árið 2017.
Þess ber þó að geta að spá ráðgjafanna var tvískipt og reiknuðu þeir með að færri myndu heimsækja landið ef ráðleggingum þeirra yrði ekki fylgt. Náttúrupassinn og ýmislegt annað sem Boston Consulting Group lagði til átti s.s. að ýta undir ferðamannastrauminn á meðan að vöxturinn yrði hægari miðað við þáverandi fyrirkomulag í greininni. Hins vegar hefur komið á daginn að óbreytt stefna í ferðaþjónustunni hefur skilað það miklum vexti að síðustu daga hefur formaður Samtaka ferðaþjónustunnar lagt til að böndum verði komið á flugumferð til og frá landinu