Samfélagsmiðlar

Í sánu með heimamönnum í Helsinki

helsinki sauna day

Þeir sem eiga leið um höfuðborg Finna um helgina geta þá auðveldlega blandað geði við heimamenn en þá nauðsynlegt að pakka handklæði.
Á laugardaginn opna íbúar höfuðborgar Finnlands sánuböð sín fyrir gestum og gangandi þökk sé Jakko Blomberg. Túristi tók þennan upphafsmann Helsinki Sauna Day tali.
Hver er hugmyndin að baki sánudeginum?
Í Helsinki er fullt af sánum sem standa tómar og ónotaðar en á sama tíma er hér hellingur af fólki sem vill komast í eina slíka. Til að mynda til að hitta aðra enda löng hefð fyrir því að sánur séu samkomustaðir. Síðustu ár hefur svo orðið meiri stemning fyrir því hér í Helsinki að íbúarnir sjálfir láti hlutina gerast og til hafa orðið alls kyns viðburðir. Flestir þeirra eru hins vegar á dagskrá yfir sumarmánuðina. En finnska sumarið er stutt og þörfin fyrir að hitta annað fólk er líka til staðar á öðrum árstímum og blessunarlega er alltaf hægt að fara í sánu, jafnvel þó það sé snjór úti. Þess vegna lá það beint við að kynna til sögunnar Helsinki Sauna Day og halda hann hátíðlegan yfir köldustu mánuðina.

Hvað eigið þið von á mörgum þátttakendum og hversu margar sánur verða opnar?
Við höfum verið með meira en fimmtíu saunur á lista og ég á von á að þær verð ívið fleiri að þessu sinni. Fjöldi baðgesta hefur líka aukist hratt, í mars í fyrra komu fimmtán hundruð manns og í október fjölgaði þeim um þriðjung. Fjöldinn fer örugglega yfir tvö þúsund um helgina því nú þegar eru margar sánu uppbókaðar.

Mætir maður með sundföt og handklæði á Helsinki Sauna Day?
Það er ekki galið að taka með sér nokkur handklæði ef maður ætlar að fara í fleiri en eina sánu yfir daginn. Síðast náðu nokkrir þátttakendur að prófa sautján ólíkar yfir daginn og þeir sem eru svo metnaðarfullir verða að koma með nóg af handklæðum. Það er líka góð hugmynd að vera með eitthvað að drekka. Sundföt geta líka komið að góðum notum, bæði í sánunni sjálfri og til að synda í. Venjulega fer maður nakinn í finnskt gufubað en þegar bæði kynin eru í klefanum þá eru sundföt notuð og svo gera sumir sánagestgjafar kröfu um slíkt. Þess háttar skilyrði fara reyndar ekki vel í alla því til eru þeir sem taka ekki annað í mál en að fara allsberir í sána.

Myndir þú segja heimsókn í sána sé skyldustopp fyrir túrista í Helsinki?
Já, því sána er svo sannarlega hluti af finnskum kúltúr og heimsókn í eina slíka gefur þér færi á að hitta heimamenn en ekki bara aðra ferðalanga.

Með hvaða sánum í Helsinki mælir þú með?
Timburkofi úti við vatn er kannski það sem kemur upp í huga flestra þegar finnskt gufubað ber á góma en það er mikið af frábærum sánum í Helsinki. Kotiharju og Arla eru tvær hefðbundnar en Löyly og Allas, sem opnar í vor, eru nútímalegar. Svo auðvitað Sompasauna sem er kannski alþýðlegasta sánan af þeim öllum.

Áhugasamir um Helsinki Sauna Day geta fengið nánari upplýsingar á heimasíðu átaksins og Icelandair býður upp á flug til Helsinki allt árið um kring. Hér í lokin er svo stutt myndband sem lýsir stemningunni á þessum nýja hátíðardegi Helsinkibúa: 

Nýtt efni

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …