Samfélagsmiðlar

Íslensk ferðaþjónusta á stærstu ferðasýningu heims

itb2017

Fulltrúar fjölda margra íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja taka þátt í ITB í Berlín. Fulltrúar fjölda margra íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja taka nú þátt ITB sýningunni sem fer fram í Berlín. Áhugi á landinu fer ekki þverrandi en hátt gengi krónunnar veldur vandræðum. Menn eru uggandi um framhaldið segir Bjarni Hrafn Ingólfsson hjá Terra Nova og Ása Torfadóttir hjá Snæland Travel segir meira um afbókanir nú en áður.
Ferðamálayfirvöld frá 187 löndum auk þúsunda fyrirtækja í faginu taka nú þátt í stærstu ferðasýningu heims, ITB, sem fram fer í Berlín. Fyrstu daga sýningarinnar eru helgaðir fagfólki í geiranum en um helgina fær almenningur tækifæri til að kynna sér ferðaþjónustu heimsbyggðarinnar. Það er hins vegar ekki einfalt að gera allri sýningunni skil því svæði hennar nær yfir fjórum sinnum fleiri fermetra en Kringlan gerir. Búist er við 180 þúsund gestum á sýninguna en megin áhersla flestra fyrirtækja er á fyrstu dagana þegar stórkaupendur og seljendur koma saman.

Þéttskipuð dagskrá

Meðal sýnenda í ár eru um þrjátíu íslensk fyrirtæki og bróðurhluti þeirra er á svæði á vegum Íslandsstofu. Útsendarar þessara fyrirtækja eru hátt í hundrað talsins og greinilegt að þar er á ferðinni fólk með mikla reynslu af svona viðburðum. Sumir hafa sótt ITB-sýninguna um langt skeið og eru með stífa dagskrá alla daga. Oftast eru um að ræða fundi með erlendum ferðasölum sem bjóða í dag upp á Íslandsreisur en svo eiga sér líka stað samræður við ýmis konar fyrirtæki sem vilja kynna sig fyrir íslenskum ferðaþjónustuaðilum. Því þrátt fyrir smæð íslenska markaðarins þá hefur hraður vöxtur hans vakið athygli á heimsvísu og greinilegt að margir hafa trú á að svo verði áfram. Til að mynda sagði fulltrúi alþjóðlegs tæknifyrirtækis við Túrista að þar á bæ væri meiri áhersla lögð á að koma sér á framfæri hjá reykvískum gististöðum en hótelum í Ósló eða Helsinki.

Jákvæð og neikvæð teikn á lofti

Af samtölum Túrista við íslensku þátttakendurna að dæma þá er fer áhuginn á Íslandi sem áfangastað alls ekki dvínandi líkt og stóraukin flugumferð um Keflavíkurflugvöll næstu misseri ber vott um. Á sama tíma eru hótel víða þéttbókuð og erlendum ferðamönnum hefur fjölgað um 59,5 prósent það sem af er ári. Þrátt fyrir þetta þá leynir það sér ekki að íslenska fagfólkið hefur miklar áhyggjur af háu gengi íslensku krónunnar og eins angrar stefna eða stefnuleysi stjórnvalda í málefnum ferðaþjónustunnar marga. Nýjustu tíðindi af niðurskurði í samgönguáætlun voru til að mynda mikið rædd og vonbrigðin leyndu sér ekki, sérstaklega hvað varðar frestun á uppbyggingu Dettifossvegar.

Ferðamálaráðherra sagði þörf á nýfjárfestingum í samgöngum

Í því samhengi má rifja upp að nýr ráðherra ferðamála sagði í viðtali á Morgunvaktinni í janúar að það væri ánægjulegt að markmiðið væri að leggja auknar áherslur á samgöngumál. „Við vitum öll að það þarf að gera betur í því. Það er fjárfestingagat vegna hrunsins og það þarf að fylla upp í það. Ofan á það kemur allur þessi fjöldi ferðamanna sem kallar á viðhald og nýfjárfestingar.“ Túristi hefur sent ráðherra spurningu um hvort hún sé sátt við breytingar á samgönguáætlun eða hvort hún ætli að beita sér fyrir breytingu á henni. Ráðherra hefur hins vegar ekki svarað vegna anna. Aðspurð segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, að hún gefi sér það að ráðherra ferðamála muni leggja hart að sér til að tryggja þær samgönguframkvæmdir sem ferðaþjónustan hefur ítrekað kallað eftir en er nú enn og aftur ýtt út af borðinu. „Hún veit það jafn vel og við að samgöngur eru lífæð ferðaþjónustunnar og hefur talað fyrir þeim,“ bætti Helga við. 

Túristi ræddi við tvo fulltrúa íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja á ITB: 

Ása Torfadóttir skrifstofustjóri hjá Snæland Travel:
Er það þess virði að taka þátt í ITB?
Það er algjörlega þess virði að vera hér. Bæði til að hitta núverandi viðskiptavini og svo koma inn fullt af nýjum.
Hvernig verður framhaldið?
Þetta fer eftir krónunni. Það er erfitt að vera í þessari óvissu en ef hún heldur áfram að styrkjast þá er erfitt að segja hvað gerist. Og hún má ekki styrkjast meira. Ég myndi vilja geta breytt sumum pökkum, t.d. bókað ódýrari gistingu en það er allt uppbókað þrátt fyrir allt og erfitt að gera breytingar.
Styrking krónunnar vegur þá þungt hjá ykkur?
Þetta hefur mikil áhrif á okkur, mjög mikil. Það er verið að afbóka meira en á sama tíma og áður en mismunandi eftir mörkuðum. Þjóðverjar eru til að mynda viðkvæmari fyrir verðhækkunum. Jafnframt er erfiðara að selja ferðir fyrir 2018 því það er erfitt að verðleggja fram í tímann þegar gengið er svona rokkandi. Það er eitt að vera með hátt gengi en annað að búa við þessar sveiflur. Það er erfitt að segja við kúnnann að verðið gæti breyst þegar frá líður.

Bjarni Hrafn Ingólfsson
framkvæmdastjóri Terra Nova:
Er mikilvægt að taka þátt í ITB?
Alveg klárlega. Hér gefst tækifæri til að rækta viðskiptasambönd og koma á nýjum viðskiptum um leið. Hingað koma líka aðilar alls staðar að úr heiminum.
Sérðu breytingar á eftispurn eftir Íslandsferðum?
Ekki ennþá en maður sér ákveðna þróun í þá átt að það er minni sala í lengri og dýrari ferðum en aukning í þeim sem eru styttri og ódýrari.
Hefur hátt gengi íslensku krónunnar áhrif á starfsemina?
Já, við finnum fyrir því. Árið í fyrra var frábært ef þú telur fjölda ferðamanna en þessi sterka króna og breytingar á henni á skömmum tíma í fyrra varð til þess að afkoma ferðaþjónustufyrirtækja endurspeglar ekki þessa söluaukningu.
Hvernig eru horfurnar?
Menn eru mjög uggandi um framhaldið. Ef krónan heldur áfram að styrkjast og er flökktandi þá mun það hafa þau áhrif að afkoma íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja verður afleit. Flest fyrirtækin eru að verðleggja sína þjónustu í erlendri mynt, oftast í evru. Styrking krónunnar útvatnar tekjurnar því framlegðin í þessum geira er ekki há og stórar sveiflur á genginu éta hana upp.
En hvernig finnst þér staðan á stjórnvöldum?
Eftir kosningabaráttu þar sem allir töluðu um að styrkja innviði þá veit það ekki á gott að strax eftir kosningar fari menn að skera niður.
Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …