Samfélagsmiðlar

Ekki unnt að fylgja íslenskum ferðamönnum um Hvíta húsið

washington hvitahusið David Everett Strickler

Almenningur getur á ný skoða sig embættisbústað Bandaríkjaforseta. Það er hins vegar flókið fyrir útlendinga að fá aðgang og Íslendingar verða að láta sér duga að virða húsið fyrir sér frá götunni. Almenningur getur á ný skoða sig embættisbústað Bandaríkjaforseta. Það er hins vegar flókið fyrir útlendinga að fá aðgang og Íslendingar verða að láta sér duga að virða húsið fyrir sér frá götunni.
Donald J. Trump forseti Bandaríkjanna hefur gefið grænt ljós á heimsóknir almennings í forsetabústað sinn við Pennsylvania Avenue og tók hann sjálfur á móti fyrstu gestunum, í hans forsetatíð, fyrir hálfum mánuði síðan. Áhugasamir um innlit inn í þetta fræga hús þurfa að sækja um boðskort með góðum fyrirvara og verða þeir svo að standast ítarlega öryggisleit áður en þeir fá þrjú korter til að ganga um austurhluta hússins. Gestirnir komast hins vegar ekki yfir í vesturálmuna þar sem skrifstofu og heimili forsetans er að finna.
Útlendingar geta líka sótt um aðgang en þær umsóknir verða að berast í gegnum sendiráð þess lands sem viðkomandi er ríkisborgari í. Og samkvæmt upplýsingum frá sendiráði Íslands í Washington þá gera reglur Hvíta hússins kröfu um að aðeins sendiherra eða staðgengill hans megi koma að slíkum heimsóknum. „Vegna þess tíma og undirbúnings sem slíkar heimsóknir krefjast og vegna þess að ekki er unnt að gera upp á milli íslenskra ferðamanna varðandi slíka fylgd, þá getur sendiráðið því miður ekki komið að slíkum heimsóknum,“ segir í svari sendiráðsins við fyrirspurn Túrista.
Íslenska sendiráðið í Washington bendir hins vegar á að bæði Bandaríkjaþing og varnarmálaráðuneytið, PentagonPentagon, bjóða upp á skoðunarferðir sem hægt er að bóka á eigin vegum. Túristi mælir óhikað með heimsókn í þinghúsið og hana er best að bóka með fyrirvara.

Til Washington fljúga bæði Icelandair og WOW air allt árið um kring. Icelandair til Washington Dulles en WOW air til Baltimore-Washington flugvallar. Sjá nánar hvaða flugfélög fljúga hvert.

Nýtt efni

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …

Útlit er fyrir að það hægist aðeins um í ferðaþjónustunni á þessu ári miðað við hraðan vöxtinn á síðasta ári. Ísland endurheimti ferðafólkið hraðar eftir heimsfaraldurinn en flest önnur lönd en nú er hægari gangur í bókunum. Þar hafa eldsumbrotin á Reykjanesskaga sín áhrif en hátt verðlag hér á landi fælir líka einhverja frá. Á …