Samfélagsmiðlar

Trump skapar vanda í bandarískri ferðaþjónustu

newyork loft Troy Jarrell

Hóteleigandinn Donald J. Trump sem nú fer með völdin í Hvíta húsin virðist ætla að gera fyrrum kollegum sínum í ferðageiranum lífið erfitt. Hóteleigandinn Donald J. Trump sem nú fer með völdin í Hvíta húsin virðist ætla að gera fyrrum kollegum sínum í ferðageiranum lífið erfitt.
Ferðafólki í Bandaríkjunum mun fækka um 8,2 prósent í ár samkvæmt nýrri spá og í New York er búist við því að í fyrsta skipti í sjö ár muni útlendingar draga úr heimsóknum sínum til borgarinnar. Í viðtali við New York Times dregur Ted Dixon, yfirmaður ferðamála borgarinnar, ekki dul á að ástæðan fyrir þessari neikvæðu þróun eru yfirlýsingar og stefna nýs Bandaríkjaforseta í málefnum útlendinga. Til að mynda ferðabannið umtalaða sem nær til íbúa sex ríkja í Asíu og Afríku en Dixon á von á því að evrópskum ferðamönnum fækki líka og það muni koma í ljós þegar háannatími í ferðamennsku hefjist um páskana. „Þá munum við sjá hvaða áhrif orðagjálfrið sem kemur frá Washington mun hafa á ferðaþjónustu.“
Í fyrra komu 12,7 milljónir erlendir túristar til New York en samkvæmt nýrri spá ferðamálayfirvalda þar í borg þá er búist við að þeim fækki um 300 þúsund í ár. Hins vegar er gert ráð fyrir að innlendum ferðamönnum í New York fari fjölgandi.

Trump fælir líka Íslendinga frá

Samdrátturinn annars staðar í Bandaríkjunum verður hlutfallslega ennþá meiri en í New York gangi spá fyrirtækisins Tourism Economics eftir. Samkvæmt þeim mun komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna fækka um 6,3 milljónir næstu tvö ár í samanburði við árið 2016. „Við sjáum fram á mjög krefjandi ár fyrir bandaríska ferðaþjónustu,“ segir Adam Sacks, yfirmaður Tourism Economics í viðtali við New York Times. Máli sínu til stuðnins bendir hann á þá staðreynd að víða um heim hefur orðið verulegur samdráttur í netleitum eftir flugmiðum til Bandaríkjanna eftir að Trump tók við lyklavöldum í Hvíta húsinu. Og samkvæmt lesendakönnun Túrista þá segja 68 prósent lesenda að kjör Donald J. Trump og frammistaða hans í forsetaembætti hafi dregið úr áhuga þeirra á ferðalögum til Bandaríkjanna. 

Þegar Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna bundu margir forsvarsmenn ferðamála í Bandaríkjunum vonir við að hann myndi sýna málefnum greinarinnar meiri skilning en forverar hans meðal annars vegna þess að Trump hefur verið stórtækur í hótelrekstri um langt skeið. 


 

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …