Langmesta aukningin á Keflavíkurflugvelli

kef farthegar

Í janúar fölgaði farþegum á evrópskum flugvöllum um nærri tíund frá sama tíma í fyrra en vöxturinn á Keflavíkurflugvelli var miklu meiri. Í janúar fölgaði farþegum á evrópskum flugvöllum um nærri tíund frá sama tíma í fyrra en vöxturinn á Keflavíkurflugvelli var miklu meiri.
Það sem af er ári hafa Íslendingar verið meira á ferðinni en á sama tíma í fyrra og það á líka við um fleiri þjóðir því almennt jókst farþegafjöldinn á evrópskum flugvöllum um 8.9 prósent samkvæmt tölum ACI, sambandi evrópskra flugvalla.
Í tilkynningu frá samtökunum er vöxturinn á Keflavíkurflugvelli nefndur sérstaklega en í janúar fóru 70 prósent fleiri farþegar um Flugstöð Leifs Eiríkssonar en á sama tíma í fyrra. Samanborið við janúar 2015 þá hefur fjöldi farþega ríflega tvöfaldast.
Enginn annar flugvöllur, með meira en fimm milljónir farþega ári, státar af álíka vexti og sá íslenski í byrjun árs. Næst mesti vöxturinn var á Boryspil flugvelli í Kiev en þar fjölgaði farþegum um 36,3 prósent.