Munurinn á ferðafjölda Icelandair og WOW ekki verið minni

icelandair wow

Frá sjöföldum mun niður í helming á fjórum árum. Sameiginlegt vægi íslensku flugfélaganna minnkar verulega á kostnað þeirra erlendu. Frá sjöföldum mun niður í helming á fjórum árum. Sameiginlegt vægi íslensku flugfélaganna minnkar verulega á kostnað þeirra erlendu.
WOW air fór jómfrúarferð sína í sumarbyrjun 2012 og febrúar árið eftir var því fyrsti febrúarmánuðurinn sem félagið var með starfsemi. Þá flugu þotur félagsins að jafnaði tvær ferðir á dag til og frá landinu á meðan Icelandair bauð upp á um fjórtán ferðir á hverjum degi samkvæmt talningum Túrista. Síðan þá hefur munurinn á umsvifum félaganna tveggja minnkað en aldrei hefur hann verið minni en núna. Í nýliðnum febrúar var munurinn á ferðafjölda félaganna tveggja ekki sjöfaldur, líkt og fyrir fjórum árum síðan, heldur var hann núna 54,5 prósent. Að meðaltali voru þá áætlunarferðir Icelandair nærri 24 á degi hverjum en daglegar ferðir WOW voru rúmlega 15 talsins.
Eins og sjá má á kökuritinu hér fyrir neðan þá hefur bilið á félögunum tveimur minnkað í misstórum stökkum síðustu ár en stærta breytingin á milli tímabili hefur orðið nú í vetur enda býður WOW nú upp á heilsársflug til fleiri áfangastaða en áður. Vægi íslensku félaganna tveggja hefur hins vegar dregist saman á tímabilinu enda stunda nú mun fleiri erlend flugfélög Íslandsflug en áður.