Samfélagsmiðlar

Ólíklega hægt að mismuna flugfélögum eftir heimalandi

kef farthegar

Það kann að stríða gegn alþjóðlegum reglum í fluggeiranum að ætla að takmarka umsvif erlendra flugfélaga á Keflavíkurflugvelli líkt og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vill að rætt verði. Það kann að stríða gegn alþjóðlegum reglum í fluggeiranum að ætla að takmarka umsvif erlendra flugfélaga á Keflavíkurflugvelli líkt og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vill að rætt verði.
Á fimmtudaginn lagði Grímur Sæmundsen, formaður SAF, til að lággjaldaflugfélög, sem aðeins fljúga til Íslands yfir sumarmánuðina, verði neitað um lendingarleyfi á Keflavíkurflugvelli en fái í staðinn afgreiðslutíma á Akureyri eða Egilsstöðum. Tilgangurinn með þessu yrði sá að draga úr hröðum vexti ferðamanna og stuðla að betri dreifingu þeirra um landið. Það eru hins vegar aðallega hefðbundin félög eins og Lufthansa og Air Canada sem takmarka áætlunarferðir til Íslands við háannatímann en ekki lággjaldaflugfélög líkt og kom fram í úttekt Túrista fyrir helgi. Í framhaldinu viðraði Grímur þá hugmynd að gripið yrði til stýringar á umsvifum erlendra flugfélaga í flugi hingað til lands til að tryggja hóflega fjölgun ferðamanna líkt og kom fram í fréttum Stöðvar 2

Ekki hægt að neita flugfélögum um lausa tíma

Það er hins vegar ósennilega að hægt yrði að mismuna flugfélögum eftir því frá hvaða löndum þau koma samkvæmt Frank Holton, framkvæmdastjóra Airport Coordination, fyrirtækisins sem sér meðal annars um úthlutun lendingarleyfa á Keflavíkurflugvelli. „Allar breytingar, bæði rýmkanir og takmarkanir, verða að ná til alla flugrekstraraðila,“ segir í svari Holton við fyrirspurn Túrista. „Öllum er frjálst að koma með hugmyndir sem þessar en það er ekki hægt að neita flugfélögum um lendingarleyfi svo lengi sem það eru lausir afgreiðslutímar á flugvellinum,“ bætir Holton við og bendir á að á Keflavíkurflugvelli séu þrír dagspartar þar sem nánast allir tímar eru uppbókaðir en nóg laust utan þeirra. En líkt og Túristi sagði frá þá býður Isavia núna afslætti til þeirra flugfélaga sem vilja nýta þá hluta dagsins sem eru minna bókaðir, meðal annars til að dreifa umferðinni jafnar yfir daginn.

Hefur ekki trú á samkeppnishindrunum

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, segist aðspurður um hugmyndir Gríms að hann hafi ekki trú á sértækum takmörkunum eða samkeppnishindrunum. „Hinsvegar er löngu orðið aðkallandi að stjórnvöld og Ísavía komi sér saman um framtíðarstefnumótun og framkvæmd á Keflavíkurflugvelli sem í mínum huga ætti að miðast að því að gera flughöfnina að alþjóðlegum tengiflugvelli og hann hannaður samkvæmt því.  Stækkun Keflavíkurflugvallar ásamt stóraukinni innviðafjárfestingu er orðið löngu tímabær og mundi vera fljót að skila sér tilbaka ef rétt er að henni staðið,“ segir Skúli.

Íslenskur flugfélögin með bróðurpart ferða

Þó erlendum flugfélögum fjölgi hratt hér á landi þá standa Icelandair og WOW ennþá undir langflestum ferðum til og frá landinu. Í síðasta mánuði voru til að mynda þrjár af hverjum fjórum áætlunarferðum frá Keflavíkurflugvelli á þeirra vegum samkvæmt talningu Túrista. Þetta hlutfall hefur hins vegar verið að lækka síðustu ár og til að mynda var vægi erlendra flugfélaga í umferðinni um Keflavíkurflugvöll um 9 prósent í febrúar 2013. Hins vegar er um helmingur farþega Icelandair skiptifarþegar og hlutfallið þess háttar farþega mun vera sambærilegt hjá WOW. Með erlendur flugfélögunum koma nær eingöngu erlendir ferðamenn.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …