Samfélagsmiðlar

Ólíklega hægt að mismuna flugfélögum eftir heimalandi

kef farthegar

Það kann að stríða gegn alþjóðlegum reglum í fluggeiranum að ætla að takmarka umsvif erlendra flugfélaga á Keflavíkurflugvelli líkt og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vill að rætt verði. Það kann að stríða gegn alþjóðlegum reglum í fluggeiranum að ætla að takmarka umsvif erlendra flugfélaga á Keflavíkurflugvelli líkt og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vill að rætt verði.
Á fimmtudaginn lagði Grímur Sæmundsen, formaður SAF, til að lággjaldaflugfélög, sem aðeins fljúga til Íslands yfir sumarmánuðina, verði neitað um lendingarleyfi á Keflavíkurflugvelli en fái í staðinn afgreiðslutíma á Akureyri eða Egilsstöðum. Tilgangurinn með þessu yrði sá að draga úr hröðum vexti ferðamanna og stuðla að betri dreifingu þeirra um landið. Það eru hins vegar aðallega hefðbundin félög eins og Lufthansa og Air Canada sem takmarka áætlunarferðir til Íslands við háannatímann en ekki lággjaldaflugfélög líkt og kom fram í úttekt Túrista fyrir helgi. Í framhaldinu viðraði Grímur þá hugmynd að gripið yrði til stýringar á umsvifum erlendra flugfélaga í flugi hingað til lands til að tryggja hóflega fjölgun ferðamanna líkt og kom fram í fréttum Stöðvar 2

Ekki hægt að neita flugfélögum um lausa tíma

Það er hins vegar ósennilega að hægt yrði að mismuna flugfélögum eftir því frá hvaða löndum þau koma samkvæmt Frank Holton, framkvæmdastjóra Airport Coordination, fyrirtækisins sem sér meðal annars um úthlutun lendingarleyfa á Keflavíkurflugvelli. „Allar breytingar, bæði rýmkanir og takmarkanir, verða að ná til alla flugrekstraraðila,“ segir í svari Holton við fyrirspurn Túrista. „Öllum er frjálst að koma með hugmyndir sem þessar en það er ekki hægt að neita flugfélögum um lendingarleyfi svo lengi sem það eru lausir afgreiðslutímar á flugvellinum,“ bætir Holton við og bendir á að á Keflavíkurflugvelli séu þrír dagspartar þar sem nánast allir tímar eru uppbókaðir en nóg laust utan þeirra. En líkt og Túristi sagði frá þá býður Isavia núna afslætti til þeirra flugfélaga sem vilja nýta þá hluta dagsins sem eru minna bókaðir, meðal annars til að dreifa umferðinni jafnar yfir daginn.

Hefur ekki trú á samkeppnishindrunum

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, segist aðspurður um hugmyndir Gríms að hann hafi ekki trú á sértækum takmörkunum eða samkeppnishindrunum. „Hinsvegar er löngu orðið aðkallandi að stjórnvöld og Ísavía komi sér saman um framtíðarstefnumótun og framkvæmd á Keflavíkurflugvelli sem í mínum huga ætti að miðast að því að gera flughöfnina að alþjóðlegum tengiflugvelli og hann hannaður samkvæmt því.  Stækkun Keflavíkurflugvallar ásamt stóraukinni innviðafjárfestingu er orðið löngu tímabær og mundi vera fljót að skila sér tilbaka ef rétt er að henni staðið,“ segir Skúli.

Íslenskur flugfélögin með bróðurpart ferða

Þó erlendum flugfélögum fjölgi hratt hér á landi þá standa Icelandair og WOW ennþá undir langflestum ferðum til og frá landinu. Í síðasta mánuði voru til að mynda þrjár af hverjum fjórum áætlunarferðum frá Keflavíkurflugvelli á þeirra vegum samkvæmt talningu Túrista. Þetta hlutfall hefur hins vegar verið að lækka síðustu ár og til að mynda var vægi erlendra flugfélaga í umferðinni um Keflavíkurflugvöll um 9 prósent í febrúar 2013. Hins vegar er um helmingur farþega Icelandair skiptifarþegar og hlutfallið þess háttar farþega mun vera sambærilegt hjá WOW. Með erlendur flugfélögunum koma nær eingöngu erlendir ferðamenn.

Nýtt efni

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …