Ósamræmið milli gæða og verðs verður stærra vandamál

firsthotels stephen

Það eru ferðamennirnir sem mun finna fyrir tvöföldun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu að mati forstjóra einnar stærstu hótelkeðju Norðurlanda sem er að hasla sér völl hér á landi. Það eru ferðamennirnir sem mun finna fyrir tvöföldun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu að mati forstjóra einnar stærstu hótelkeðju Norðurlanda sem er að hasla sér völl hér á landi.
„Hækkun á virðisaukaskatti um 11 prósentustig þýðir í aðalatriðum að við verðum að hækka verðið sem þessu nemur eða lækka framleiðnina, eitthvað sem við viljum síður gera miðað við forsendur rekstrarins. Útgangspunkturinn er því sá að gesturinn verður fyrir barðinu á hækkun á virðisaukaskatti eða öðrum opinberum gjöldum,“ segir Stephen Meinich-Bache, forstjóri skandinavísku hótelkeðjunnar First Hotels, aðspurður um áform ríkisstjórnarinnar um að tvöfalda virðisaukaskatt á íslenska ferðaþjónustu. En First Hotels opna í ár nýtt hótel við Hlíðarsmára og hafa í hyggju að taka í notkun fleiri gististaði hér á landi. Auk þess rekur fyrirtækið meira en 90 hótel í Skandinavíu og á Spáni.

Ekki svigrúm til hækkana

Breytingarnar á skattakerfinu sem Benedikt Jóhannsson, fjármálaráðherra, kynnti í dag fela meðal annars í sér að ferðaþjónusta fer úr neðra þrepinu upp í nýtt efra þrep um mitt næsta ár, eða úr 11% í 22,5%. Það þýðir að hótelherbergi sem kostar í dag 20 þúsund krónur hækkar um rúmar 2 þúsund krónur og 8 þúsund króna skoðunarferð hækkar upp tíund. En eins og áður hefur komið fram er hótelverð hér á landi nú þegar með því hæsta sem þekkist í Evrópu og það er því ekki mikið svigrúm til hækkana að mati Stephen. „Áskorunin varðandi verðlagið á Íslandi er að það er nú þegar of hátt og þessi hækkun gæti í versta falli orðið til þess að ferðafólki fækkar. Annað vandamál á íslenska markaðnum er ósamræmið milli gæða og verðs og það gæti fljótt farið að hafa áhrif á orðspor Íslands sem áfangastaðar. Þetta því krítiskt atriði,“ segir Stephen.

Danir með hæstu prósentuna

Með boðuðum breytingum á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu verður skattprósentan mun hærri hér en í Noregi (8%) og Svíþjóð (12%). Í Danmörku er virðisaukaskattskerfið hins vegar ekki þrepaskipt og þar er lagður 25% virðisauki á allt, líka ferðaþjónustu. Þessi sérstaða Dana hefur lengi verið mikið áskorun fyrir hótelgeirann þar í landi að sögn Stephen og sérstaklega þegar kemur að ráðstefnu- og hvataferðum. „Af þeim sökum er stöðug pressa á dönsk stjórnvöld að gera virðisaukaskattinn samkeppnishæfan við önnur lönd“.
Skref í þá áttina var stigið fyrir 3 árum síðan þegar danski skatturinn heimilaði fyrirtækjum að draga frá virðisauka af gistingu og ráðstefnum. Það hefur verið mikil lyftistöng fyrir danska hótelmarkaðinn samkvæmt svari frá Horesta, hagsmunasamtökum danskra hóteleigenda, við fyrirspurn Túrista.