Samfélagsmiðlar

Ósamræmið milli gæða og verðs verður stærra vandamál

firsthotels stephen

Það eru ferðamennirnir sem mun finna fyrir tvöföldun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu að mati forstjóra einnar stærstu hótelkeðju Norðurlanda sem er að hasla sér völl hér á landi. Það eru ferðamennirnir sem mun finna fyrir tvöföldun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu að mati forstjóra einnar stærstu hótelkeðju Norðurlanda sem er að hasla sér völl hér á landi.
„Hækkun á virðisaukaskatti um 11 prósentustig þýðir í aðalatriðum að við verðum að hækka verðið sem þessu nemur eða lækka framleiðnina, eitthvað sem við viljum síður gera miðað við forsendur rekstrarins. Útgangspunkturinn er því sá að gesturinn verður fyrir barðinu á hækkun á virðisaukaskatti eða öðrum opinberum gjöldum,“ segir Stephen Meinich-Bache, forstjóri skandinavísku hótelkeðjunnar First Hotels, aðspurður um áform ríkisstjórnarinnar um að tvöfalda virðisaukaskatt á íslenska ferðaþjónustu. En First Hotels opna í ár nýtt hótel við Hlíðarsmára og hafa í hyggju að taka í notkun fleiri gististaði hér á landi. Auk þess rekur fyrirtækið meira en 90 hótel í Skandinavíu og á Spáni.

Ekki svigrúm til hækkana

Breytingarnar á skattakerfinu sem Benedikt Jóhannsson, fjármálaráðherra, kynnti í dag fela meðal annars í sér að ferðaþjónusta fer úr neðra þrepinu upp í nýtt efra þrep um mitt næsta ár, eða úr 11% í 22,5%. Það þýðir að hótelherbergi sem kostar í dag 20 þúsund krónur hækkar um rúmar 2 þúsund krónur og 8 þúsund króna skoðunarferð hækkar upp tíund. En eins og áður hefur komið fram er hótelverð hér á landi nú þegar með því hæsta sem þekkist í Evrópu og það er því ekki mikið svigrúm til hækkana að mati Stephen. „Áskorunin varðandi verðlagið á Íslandi er að það er nú þegar of hátt og þessi hækkun gæti í versta falli orðið til þess að ferðafólki fækkar. Annað vandamál á íslenska markaðnum er ósamræmið milli gæða og verðs og það gæti fljótt farið að hafa áhrif á orðspor Íslands sem áfangastaðar. Þetta því krítiskt atriði,“ segir Stephen.

Danir með hæstu prósentuna

Með boðuðum breytingum á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu verður skattprósentan mun hærri hér en í Noregi (8%) og Svíþjóð (12%). Í Danmörku er virðisaukaskattskerfið hins vegar ekki þrepaskipt og þar er lagður 25% virðisauki á allt, líka ferðaþjónustu. Þessi sérstaða Dana hefur lengi verið mikið áskorun fyrir hótelgeirann þar í landi að sögn Stephen og sérstaklega þegar kemur að ráðstefnu- og hvataferðum. „Af þeim sökum er stöðug pressa á dönsk stjórnvöld að gera virðisaukaskattinn samkeppnishæfan við önnur lönd“.
Skref í þá áttina var stigið fyrir 3 árum síðan þegar danski skatturinn heimilaði fyrirtækjum að draga frá virðisauka af gistingu og ráðstefnum. Það hefur verið mikil lyftistöng fyrir danska hótelmarkaðinn samkvæmt svari frá Horesta, hagsmunasamtökum danskra hóteleigenda, við fyrirspurn Túrista.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …