Þúsund farþegar milli Akureyrar og Keflavíkur

flugfelag islands

Fyrir mánuði hófst áætlunarflug Flugfélags Íslands milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar og nú hafa eitt þúsund farþegar nýtt sér það. Fyrir mánuði hófst áætlunarflug Flugfélags Íslands milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar og nú hafa eitt þúsund farþegar nýtt sér það.
Á miðvikudag fór þúsundasti farþeginn með beinu flugi Flugfélags Íslands á milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar en fyrsta ferðin var farin þann 24. febrúar. Flugfélagið ætlar að starfrækja flugleiðina allt árið um kring en aðeins í tengslum við millilandaflug. Áður hefur þessi þjónusta aðeins verið í boðinn yfir aðalferðamannatímabilið. „Það er frábært að sjá að þessi nýja tenging við Norðurlandið gangi svona vel. Það er greinilegt að hluti þeirra ferðamanna sem hingað koma vilja fara beint út á land eða nýta sér það að geta séð höfuðborgina á leiðinni til landsins en flogið svo heim frá Akureyri. Vonandi verður þetta líka til þess að hjálpa til við að sýna flugfélögum áhugann á Norðurlandi og Austurlandi hvað beint alþjóðlegt flug varðar,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, í tilkynningu.