Fólk tekur sér ýmislegt fyrir hendur þann tíma sem það eyðir um borð í þotu á leið út í heim.
Það tekur sjaldnast minna en 3 klukkutíma að fljúga frá Íslandi til útlanda og það er mismunandi hvað fólk hefst við í farþegarýminu á meðan á flugferðinni stendur. Margir horfa á skjái, aðrir lesa, sumir spjalla og svo framvegis. En nú væri áhugavert að vita hvernig lesendur Túrista nýta tímann í háloftunum og hér fyrir neðan eru nokkrir svarmöguleikar. Ef enginn þeirra á við þá er hægt að merkja við síðasta valkostinn.
Hvernig nýtir þú tímann í háloftunum?
