Á heimavelli í Kænugarði

veronica pototska

Þeir sem ætla að leggja leið sína til Kænugarðs og fylgjast með Eurovision eiga von á góðri dvöl í fallegu vorverði segir Veronica Pototska sem heldur til í borginni á milli þess sem hún ferðast um heiminn. Hún deilir myndum og ferðasögum með tugþúsundum fylgjenda sinna á Instagram og lesenda ferðabloggs hennar Siniciliya og hún féllst líka á að deila nokkrum af uppáhalds stöðunum sínum í heimaborginni með lesendum Túrista.

Spenna í borginni fyrir Eurovision

„Íbúar Úkraínu er þekktir fyrir gestrisni sína og við hlökkum til að hýsa Eurovison í ár. Kyiv er mjög opin borg sem hefur upp á margt að bjóða fyrir þá fjölmörgu sem hingað koma vegna söngvakeppninnar. Hér hefur verið gert átak í að bæta innviði borgarinnar og það kemur bæði heimamönnum og túristum til góða. Eurovision er því kærkomið tækifæri til að koma þessari fallegu borg á framfæri,“ segir Pototska aðspurð um hvort það ríki spenna í heimaborg hennar vegna hátíðarhaldanna sem framundan eru. Hún gerir þó ekki lítið úr hinu óstöðugu ástandi sem ríkt hefur í landinu um nokkurt skeið en segir að breytingar frá gömlum stjórnháttum yfir í nútímalegri geti ekki gerst hljóðlega. „Við gerum okkar besta til að finna uppruna okkar á ný en um leið byggja upp örugga, hamingjusama og blómastrandi framtíð.“

Tveggja daga gönguferð um borgina

Kænugarður er margmilljóna borg sem þekur stórt svæði og það tekur ferðamenn því nokkurn tíma að ná áttum í borginni eins og Túristi hefur fengið að kynnast. Bílaumferðin er líka töluverð og ekki hlaupið að því fyrir aðkomufólk að nýta sér almenningssamgöngurnar. Pototska lumar á dagskrá fyrir þá sem eru á leið í sína fyrstu heimsókn til borgarinnar.
„Fyrri daginn myndi ég byrja á því að heimsækja Bessarabia markaðinn, ganga svo eftir Krestchatik og kaupa mér límonu- og súkkulaði ís í einni af búðunum við götuna. Síðan myndi ég halda áfram upp götuna og beygja til hægri við Passage sem er lítil og mjög fallega gata með nokkrum lúxusverslunum. Þaðan myndi ég taka stefnuna á Ivan Franko torgið og skoða House with Chimeras og leikhúsið sem einnig er kennt við Franko. Síðan rölta niður Grodetskogo stræti en þar er tilvalið að fá sér bröns eða hádegismat á Wolkonsky cafe. Síðan liggur leiðin niður að Sjálfstæðistorginu (Maidan Nezalezhnosti) og þaðan er stefnan tekin á Sofyivska torgið og kirkjurnar sem liggja á því svæði.
Að því loknu kemur tvennt til greina. Annars vegar að fara niður Andryivskiy Uzviz, kynna sér handverkið sem þar er unnið og svo skoða göturnar og veitingastaðina Kanapa og Fish on Fire í Podil hverfinu. Hinn möguleikinn er að fara niður með togvagninum til Poshtova Plosha og þaðan sigla með einum af fljótabátunum og virða fyrir sér borgina frá ánni.“
Seinni dagurinn í prógrammi Pototska býður líka upp á töluverða göngu. „Morgninum myndi ég verja í Pechersk Lavra klaustrinu og skoða kirkjurnar sem þar eru og ýmislegt fleira. Að því loknu er tímabært að fá sér kaffi á Coupol café og svo er haldið í átt að safni tileinkuðu seinni heimstyrjöldinni en ofan á því stendur minnisvarðinn sem kallast „Mother Motherland“ á ensku. Þeir huguðu klifra upp í þessa 62 metra háu styttu sem gnæfir yfir borginni. En bókið þá pláss tímanlega og verið í þægilegum fötum. Að loknu klifrinu er komið að grasagarðinum í nágrenninu en þaðan er gott útsýni yfir á vinstri bakka árinnar.“

Ekki bara Chicken Kiyv

Kjúklingarétturinn sem kenndur er við borgina er sennilega þekktasta framlag Kænugarðs til matarmenningar heimsins en Pototska segir að það sé margt fleira spennandi á matseðlunum þar í borg en Chicken Kiyv og rauðbeðusúpan Borsch. „Matsölustaðirnir eru orðnir nútímalegri, fallegri og réttirnir ekki eins feitir. En þeir sem vilja prófa kjúklingaréttinn fræga geta farið á veitingahús sem við hann er kenndur á 15/4 Krestchatik stræti) en hvergi fær maður eins góðan krímverskan mat og á Musafir (57A Saksaganskogo). Ferskur fiskur og annað sjávarfang úr Svartahafinu er svo á boðstólum á Fish on Fire.“

Odessa og Synevirvatn

Þeir sem vilja kynna sér aðra hluta Úkraínu ættu að halda til Odessa við Svartahafið segir Pototska. „Borgin er mjög falleg og stemningin þar er stórkostleg á vorin og sumrin. Ferðalag til Lviv, í vesturhluta Úkraínu, er líka ofarlega á lista og þar gefst tækifæri á að kynnast Karpatafjöllunum. Synevirvatnið er hins vegar uppáhalds staðurinn minn og er að mínu mati einn vanmetnasti áfangastaður Evrópu.“

Tyrkland stendur upp úr

Sem fyrr segir er Pototska mikið á ferðinni sjálf og aðspurð um hvaða staður hafi staðið hafi heillað hana mest undanfarin misseri þá segir hún Cappadocia í Tyrklandi vera sér ofarlega í huga. „Á hverju morgni taka á loft tugir loftbelgja og svífa yfir bæjum og dölum og stundum svo lágt að maður hefur á tilfinningunni að það sé lítið mál að koma við körfurnar þegar þær fljúga yfir mann. Landslagið þarna er himneskt og menningin á þessu svæði ævaforn og fjölbreytt.“
Næst er ferðinni hins vegar Marokkó. Þeir sem vilja fylgjast með ferðalögum Veronica Pototska gæti bæði gert það á Instagram síðu hennar og með því að lesa bloggið hennar sem er á ensku.

Hér má svo sjá nokkrar myndir úr ferðalögum Pototska:

My doze of vitamin sea for the day ? Red Sea is amazingly beautiful! Wearing: @indahclothing at www.indahclothing.com Float: @float_naked Shot on my iPhone and @h2olenzo underwater case ✨ Я всегда нахожу тихие пустынные пляжи и просто слушаю море и вдыхаю его аромат! . . . . . . . . . . . . . . . . #dynamicafrica#checkoutegypt#photooftheday#instagramrussia#igmasters#artofvisuals#инстаграмнедели#vscoua#gltlove#glt#sheisnotlost#wearetravelgirls#bloglovin#girlsvsglobe#passionpassport#travelblogger#travelfemme#girlsborntotravel#womenintravel#womenaroundtheworld#traveltheworld#travelwithus#girlstravelling#myworldmomondo#LoveMyEgypt#ThisIsEgypt#egyptour#MyEgypt#lensdistortions#doyoutravel

A post shared by Veronica Pototska – Travel (@siniciliya) on Mar 24, 2017 at 11:14am PDT