Samfélagsmiðlar

Áfram gistináttagjald þó virðisaukaskattur tvöfaldist

reykjavik Tim Wright

Virðisaukaskattur á gistingu á Íslandi verður sá næst hæsti í Evrópu. Hlutfall opinberra gjalda af ódýrri gistingu verður hins vegar það hvergi hærra í álfunni. Um mitt næsta ár hækkar virðisaukaskattur á ferðaþjónustu úr 11% í 24% en í ársbyrjun 2019 lækkar skatthlutfallið svo niður í 22,5%. Þar með verður virðisaukaskattur á gistingu á Íslandi sá næst hæsti í Evrópu. Hlutfall opinberra gjalda af ódýrri gistingu verður hins vegar það hæsta í álfunni.
Í haust hækkar gistináttagjald á gistingu hér á landi úr 100 krónum í 300 krónur. Áfram er gert ráð fyrir þessu gjaldi í fjármálaáætlun ríkisins þrátt fyrir að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu, þar á meðal hótelgistingu, ríflega tvöfaldist 1. júlí á næsta ári. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Túrista um hvort breytingar á virðisaukaskattskerfinu hafi áhrif á gistináttagjaldið. En fyrir helgi tilkynnti Benedikt Jóhannsson, fjármálaráðherra, að ferðaþjónustan færi úr neðri þrepi virðisaukaskatts og upp í það efra. Þessari breytingu hafa forsvarsmenn ferðaþjónustunnar mótmælt harðlega og meðal annars bent á að með þessu verði álögur á ferðaþjónustu hér á landi þær næst hæstu í Evrópu. Aðeins í Danmörku er virðisaukaskattur á greinina hærri. Þar í landi er aðeins eitt skattþrep, 25%, en ekki tvö eða fleiri líkt og víðast hvar annars staðar. Og þar sem þrepin eru fleiri en eitt er ferðaþjónusta almennt í neðri þrepum, í Svíþjóð er virðisauki t.a.m. 25% en aðeins 12% á hótelum og matsölustöðum. Í Finnlandi og Noregi greiða hótelgestir 10% virðisaukaskatt, í Þýskalandi er hlutfallið 7%, 10% í Frakklandi og 13% á Spáni. 

Opinber gjöld vega þyngst hér á landi

Innheimta á 100 króna gistináttagjaldi hófst hér á landi fyrir fimm árum síðan en á hinum Norðurlöndunum tíðkast ekki þess háttar gjald. Upphæð þess þrefaldast í haust og þá þurfa gestir á íslenskum gististöðum að greiða 300 krónur aukalega fyrir hvert herbergi hverja nótt. En eins og áður segir er áfram gert ráð fyrir tekjum af þessum skatti í fjármálaáætlun ríkisins sem fjármálaráðherra kynnti fyrir helgi.
Þar með verður hlutfall opinberra gjalda af hótelgistingu, í ódýrari kantinum, hærra hér á landi en til að mynda í Danmörku og þrefalt hærra en í Noregi. Af 15 þúsund króna hótelreikningi sem gefinn verður út hér á landi, seinni hluta næsta árs, þá munu 3.203 krónur renna í ríkissjóð í stað 1.586 kr. í dag. Danski skatturinn tekur ögn minna í sinn hlut eða 3 þúsund krónur af 15 þúsund króna herbergi. Á hinum Norðurlöndunum er upphæðin mun lægri eða 1.607 til 1.364 krónur eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.
Þannig heldur hótelstjóri í Þrándheimi í Noregi eftir 13.636 krónum af 15 þúsund króna hótelreikningi á meðan starfsbróðir hans á Ísafirði fær 11.797 krónur í sinn hlut fyrir jafn dýra gistingu. Hagur þess vestfirska vænkast þó um 148 krónur þann 1. janúar 2019 þegar efra þrep virðisaukaskattsins fer niður í 22,5%. 

Danski skatturinn tekur meira af dýrari gistingu

Hlutfall skatta af hótelreikningum er hins vegar hærra í Danmörku en hér á landi þegar litið er til dýrari gistingar en samkvæmt athugun bókunarsíðunnar Trivago kostar meðalnótt á reykvísku hóteli um 23 þúsund krónur um þessar mundir. Þegar gistingin kostar orðið það mikið þá er vægi skattsins ögn hærra í Danmörku en hér á landi. Hins vegar er það miklu hærra en hjá hinum löndunum í norðurhluta álfunnar, löndum sem hafa upp á margt sambærilegt að bjóða og ferðaþjónusta hér á landi.
Sem fyrr segir þá kemur það fram í svari fjármálaráðuneytisins til Túrista að áfram sé gert ráð fyrir gistináttagjaldi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur hins vegar viðrað þá hugmynd að gjaldið renni til sveitarfélaga í framtíðinni. Samkvæmt upplýsingum Túrista frá samtökum danskra hóteleigenda hefur ekki verið umræða í Danmörku um að leggja á gistináttagjald. Þess háttar gjald tíðkast hins vegar á meginlandi Evrópu þar sem virðisaukaskattur á gistingu er mun lægri en verður hér á landi eftir breytinguna á næsta ári.

 

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …