Samfélagsmiðlar

Átta af tíu leigusölum Airbnb telja ekki rétt fram

stokkholm Danderydsg

Athugun sænska skattsins leiðir í ljós að hátt hlutfall þeirra sem bjóða upp á heimagistingu standa ekki rétt að skattaskilum. Athugun sænska skattsins leiðir í ljós að hátt hlutfall þeirra sem bjóða upp á heimagistingu standa ekki rétt að skattaskilum. Hjá Ríkisskattstjóra er stöðugt verið að vinna með þennan málaflokk en sú vinna er tímafrek því tekjurnar geta verið taldar fram á margvíslegan hátt.
Frítekjumark leigutekna í Svíþjóð jafngildir um hálfri milljón íslenskra króna á ári og það á líka við þó húsnæðið sé leigt út í skammtímaleigu til ferðamanna. Nýleg úttekt sænska skattsins leyddi hins vegar í ljós að 8 af hverjum 10 sem leigja út í gegnum Airbnb standa ekki rétt að skilum opinberrra gjalda en í úttektinni voru skattskýrslur 250 leigusala kannaðar. „Af samskiptum okkar við viðkomandi einstaklinga að dæma þá skrifast hluti af vandanum á þekkingarleysi á skattareglunum en svo eru aðrir sem hafa einfaldlega tekið áhættuna á því að við myndum ekki taka eftir þessu. Í þeim tilfellum er einfaldlega um að ræða svindl,“ segir Rebecca Friis hjá Skatteverket í samtalið við Dagens Industri. Námu skattsvikin frá nokkrum þúsundum króna og upp í nokkrar milljónir.
Yfirvöld í Svíþjóð hafa boðað lagabreytingar til að bregðast við auknum umsvifum deilihagkerfisins þar í landi.

Sænsku og íslensku reglurnar ólíkar

Í Svíþjóð skal greiða 30 prósent skatt af öllum tekjum sem eru umfram fyrrnefnt frítekjumark og samkvæmt upplýsingum á heimasíðu sænska skattsins má að hámarki bjóða heimagistingu í 112 daga á ári. Tekjurnar af þessari starfsemi mega hins vegar ekki fara yfir 50 þúsund sænskar krónur (um 600 þúsund íslenskar). Allt umfram þessi mörk telst vera leyfisskyldur gistihúsarekstur og hann ber 12 prósent virðisaukaskatt.
Samkvæmt nýjum reglum um heimagistingu hér á landi þá mega fasteignaeigendur hafa allt að 2 milljónir króna í tekjur af heimagistingu en aðeins leigja út í 90 daga. Íslenskur fasteignaeigandi, sem nýtir sér þetta til fulls, má því hafa að jafnaði rúmar 22 þúsund krónur í tekjur fyrir hverja nótt en í Svíþjóð yrði meðalverð á nótt fjórum sinnum lægra eða rétt tæpar 5.500 krónur. 

Málaflokkur sem stöðugt er til skoðunar hjá íslenska skattinum

Líkt og Túristi greindi frá í síðustu viku þá sýna tölur frá Airbnb að fasteignaeigendur hér á landi hafa um fimmtfalt hærri tekjur af heimagistingu en frændþjóðirnar. Aðspurður um hvort sambærilegt úttekt hafi verið gerð hér á landi og í Svíþjóð segir Sigurður Jensson hjá Ríkisskattstjóra að þessi mál séu alltaf til skoðunar. „Við höfum okkar yfirsýn og tilfinningu varðandi heimagistingu og þetta er málaflokkur sem við erum stöðugt að vinna með. Lagaramminn er jafnframt að breytast og nú nýverið voru sett lög sem vonandi einfaldar skattaþáttinn fyrir minni aðila í heimagistingu. Það sem hefur einkennt þennan málaflokk er að tekjur hafa verið taldar fram með mismunandi hætti en ekki endilega röngum. Þó vissulega séu dæmi um það sem og að tekjur hafi vantað eins og í öllum öðrum rekstri. Þú finnur tekjur vegna heimagistingar inn í félögum sem geta jafnvel verið ranglega atvinnugreinarmerkt, inn í rekstrarskýrslum einstaklinga og í einhverjum tilvikum eins og venjulegar leigutekjur. Þannig að fjölbreytileikinn er mikill og tekur talsverðan tíma að átta sig hvar tekjurnar geta legið.“

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …