Samfélagsmiðlar

Átta af tíu leigusölum Airbnb telja ekki rétt fram

stokkholm Danderydsg

Athugun sænska skattsins leiðir í ljós að hátt hlutfall þeirra sem bjóða upp á heimagistingu standa ekki rétt að skattaskilum. Athugun sænska skattsins leiðir í ljós að hátt hlutfall þeirra sem bjóða upp á heimagistingu standa ekki rétt að skattaskilum. Hjá Ríkisskattstjóra er stöðugt verið að vinna með þennan málaflokk en sú vinna er tímafrek því tekjurnar geta verið taldar fram á margvíslegan hátt.
Frítekjumark leigutekna í Svíþjóð jafngildir um hálfri milljón íslenskra króna á ári og það á líka við þó húsnæðið sé leigt út í skammtímaleigu til ferðamanna. Nýleg úttekt sænska skattsins leyddi hins vegar í ljós að 8 af hverjum 10 sem leigja út í gegnum Airbnb standa ekki rétt að skilum opinberrra gjalda en í úttektinni voru skattskýrslur 250 leigusala kannaðar. „Af samskiptum okkar við viðkomandi einstaklinga að dæma þá skrifast hluti af vandanum á þekkingarleysi á skattareglunum en svo eru aðrir sem hafa einfaldlega tekið áhættuna á því að við myndum ekki taka eftir þessu. Í þeim tilfellum er einfaldlega um að ræða svindl,“ segir Rebecca Friis hjá Skatteverket í samtalið við Dagens Industri. Námu skattsvikin frá nokkrum þúsundum króna og upp í nokkrar milljónir.
Yfirvöld í Svíþjóð hafa boðað lagabreytingar til að bregðast við auknum umsvifum deilihagkerfisins þar í landi.

Sænsku og íslensku reglurnar ólíkar

Í Svíþjóð skal greiða 30 prósent skatt af öllum tekjum sem eru umfram fyrrnefnt frítekjumark og samkvæmt upplýsingum á heimasíðu sænska skattsins má að hámarki bjóða heimagistingu í 112 daga á ári. Tekjurnar af þessari starfsemi mega hins vegar ekki fara yfir 50 þúsund sænskar krónur (um 600 þúsund íslenskar). Allt umfram þessi mörk telst vera leyfisskyldur gistihúsarekstur og hann ber 12 prósent virðisaukaskatt.
Samkvæmt nýjum reglum um heimagistingu hér á landi þá mega fasteignaeigendur hafa allt að 2 milljónir króna í tekjur af heimagistingu en aðeins leigja út í 90 daga. Íslenskur fasteignaeigandi, sem nýtir sér þetta til fulls, má því hafa að jafnaði rúmar 22 þúsund krónur í tekjur fyrir hverja nótt en í Svíþjóð yrði meðalverð á nótt fjórum sinnum lægra eða rétt tæpar 5.500 krónur. 

Málaflokkur sem stöðugt er til skoðunar hjá íslenska skattinum

Líkt og Túristi greindi frá í síðustu viku þá sýna tölur frá Airbnb að fasteignaeigendur hér á landi hafa um fimmtfalt hærri tekjur af heimagistingu en frændþjóðirnar. Aðspurður um hvort sambærilegt úttekt hafi verið gerð hér á landi og í Svíþjóð segir Sigurður Jensson hjá Ríkisskattstjóra að þessi mál séu alltaf til skoðunar. „Við höfum okkar yfirsýn og tilfinningu varðandi heimagistingu og þetta er málaflokkur sem við erum stöðugt að vinna með. Lagaramminn er jafnframt að breytast og nú nýverið voru sett lög sem vonandi einfaldar skattaþáttinn fyrir minni aðila í heimagistingu. Það sem hefur einkennt þennan málaflokk er að tekjur hafa verið taldar fram með mismunandi hætti en ekki endilega röngum. Þó vissulega séu dæmi um það sem og að tekjur hafi vantað eins og í öllum öðrum rekstri. Þú finnur tekjur vegna heimagistingar inn í félögum sem geta jafnvel verið ranglega atvinnugreinarmerkt, inn í rekstrarskýrslum einstaklinga og í einhverjum tilvikum eins og venjulegar leigutekjur. Þannig að fjölbreytileikinn er mikill og tekur talsverðan tíma að átta sig hvar tekjurnar geta legið.“

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …