Bílaleigubíll í Barcelona, Alicante og víðar mun ódýrari í byrjun sumars

vegur gr Aleksandr Kozlovskii

Það er ekki ódýrt að hafa bíl til umráða í fríinu en verðskrár bílaleiganna geta verið mjög ólíkar milli mánaða. Það er ekki ódýrt að hafa bíl til umráða í fríinu en verðskrár bílaleiganna geta verið mjög ólíkar milli mánaða.
Þeir sem ætla að keyra eitthvað um í Evrópureisu sumarsins geta sparað sér umtalsverðar upphæðir með því að vera á ferðinni seinni hlutann í júní í stað þess að fara út í júlí eða ágúst. Munurinn á leiguverðinu í Barcelona og Alicante er til að mynda margfaldur á milli mánaða eins og sjá má á grafinu hér fyrir neina. Í Kaupmannahöfn sker svo verðskráin í júlí sig úr og hér heima borga ferðamenn hátt í tvöfalt dagverð í júlí og ágúst í samanburði við júní samkvæmt verðkönnun Túrista. Í könnuninni voru borin saman lægstu kjör við flughafnir sem Íslendingar venja komur sínar til og notuð var leitarvél Rentalcars. Í öllum tilvikum er um að ræða bíla af minnstu gerð með kaskótryggingu og ótakmörkuðum akstri. Smelltu hér til að gera eigin samanburð á bílaleigubílum út í heimi.