Samfélagsmiðlar

Dvínandi áhugi á ferðum til Bandaríkjanna

trump

Vísbendingar eru um stefna og aðgerðir nýs Bandaríkjaforseta og ferðaþjónusta landsins sér fram á gríðarlegt tap. Vísbendingar eru um stefna og aðgerðir nýs Bandaríkjaforseta dragi úr eftirspurn eftir ferðalögum vestur um haf. Ferðaþjónusta landsins sér fram á gríðarlegt tap.
Hóteleigandinn Donald J. Trump, sem nú fer með völdin í Hvíta húsinu, nýtur sennilega minnkandi vinsælda meðal fyrrum kollega sinna í ferðageiranum. Enda útlit fyrir töluverðan samdrátt í komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna í ár samkvæmt spám.
Í frétt Dagens Nyheter í dag kemur fram að töluvert hafi dregið úr sölu á ferðum til Bandaríkjanna frá Svíþjóð. Samdrátturinn nemur til að mynda 13% hjá ferðaskrifstofunni Ticket sem er ein sú stærsta í Svíþjóð. „Við sjáum greinileg Trump-áhrif. Sumir bóka ekki vegna ferðabannsins sem forsetinn hefur reynt að koma á en aðrir upplifa ákveðið óöryggi í kringum Bandaríkin og það dregur úr áhuga þeirra á að ferðast þangað,“ er haft eftir talskonu ferðaskrifstofunnar í sænska dagblaðinu. Hjá ferðaskrifstofunni Resia hefur sala á Bandaríkjareisum dregist ennþá meira saman eða um 18%.

Hefur áhrif á fargjöldin

Þessi minnkandi eftirspurn eftir ferðum til Bandaríkjanna er farin að hafa áhrif á fargjöldin að mati sænskra ferðafrömuða og samkæmt annarri rannsókn þá varð 14% samdráttur í bókunum á flugmiðum til bandarískra borga frá V-Evrópu í síðustu viku janúarmánaðar. Og af fréttum bandaríska fjölmiðla að dæma þá hafa verðskrár hótel í New York og Las Vegas farið lækkandi undanfarið. Það eru því vísbendingar um að spá Tourism Economic um að erlendum ferðamönnum í Bandaríkjunum fækki um 6,3 milljónir í ár gangi eftir. En ef það gerist þá er gert ráð fyrir að ferðaþjónusta landsins verði af tekjum upp á 11 milljarða dollara . 

Íslendingar líka minna spenntir

Af Norðurlandaþjóðunum eru flugsamgöngurnar við Bandaríkin mestar frá Íslandi og helgast það af því að bæði Icelandair og WOW air gera út á flug milli Evrópu og N-Ameríku með millilendingu á Keflavíkurflugvelli. Þar með geta farþegar í Leifsstöð valið úr beinu flugi til fleiri áfangastaða vestanhafs og tíðari ferða en til að mynda þeir sem flúga frá Kaupmannahöfn, Stokkhólmi eða Ósló. Nálægðin við Bandaríkin og þessari miklu flugsamgöngur hafa líka haft hvetjandi áhrif á ferðahegðun Íslendinga því miklu hærra hlutfall íslensku þjóðarinnar ferðast til Bandaríkjanna en þekkist meðal hinna Norðurlandaþjóðanna eða hjá Eystrarsaltslöndunum. Bandaríkjareisum Íslendinga gæti hins vegar farið fækkandi því samkvæmt nýlegri lesendakönnun Túrista, sem ríflega þúsund svör fengust í, þá segja 68% að kjör Trump og framganga hans á forsetastóli hafi dregið úr áhuga sínum á ferðalögum til Bandaríkjanna.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …