Ekki pláss fyrir fleiri bíla við Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Íslendingar eru greinilega á faraldsfæti um páskana því núna eru öll 2.350 bílastæðin við Keflavíkurflugvöll frátekin. Íslendingar eru greinilega á faraldsfæti um páskana því núna eru öll 2.350 bílastæðin við Keflavíkurflugvöll frátekin.
Þeir sem eru á leið út í heim næstu daga geta ekki farið á einkabílnum út á flugvöll því langtímastæðin við Flugstöð Leifs Eiríkssonar eru orðin full. Eru farþegar því beðnir um að taka rútu, strætó eða láta skutla sér í flugið. Í tilkynningu frá Isavia segir að starfsmenn þess hafi undanfarna daga flutt yfir 600 bíla af bílastæðunum yfir á önnur svæði en ekki er meira pláss. 

Mun meiri nýting en gert var ráð fyrir

Ásóknin í bílastæðin nú um páskana er mun meiri en gert var ráð fyrir því um síðustu páska voru um tvö þúsund bílar á stæðunum en núna eru þar helmingi fleiri bílar eða 3 þúsund talsins. Bílastæðin voru stækkuð í fyrrasumar og þá var 350 stæðum bætt við. Þar er því í dag pláss fyrir 2.350 bila og alla jafna er nýtingin 43 prósent. „Nú yfir páskana eru Íslendingar mun meira á faraldsfæti en gert var ráð fyrir í áætlunum og því hefur þessi staða komið upp. Ljóst að hefja þarf vinnu við að stækka bílastæðin enn frekar svo þau ráði við mesta álagstíma ársins, sem jafnan eru páskarnir. Isavia vill biðjast afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda flugfarþegum,“ segir í tilkynnigu frá Isavia.
Tvö fyrirtæki bjóða upp á reglulegar ferðir út á flugvöll Airport Exress og Flugrútan.