Icelandair á topplista TripAdvisor

icelandair 757 a

Icelandair meðal fremstu flugfélaga Evrópu samkvæmt mati notenda á vef TripAdvisor, stærsta ferðavef í heimi. Aðeins 5 af 20 flugfélögum sem komast á lista fljúga til Íslands. Icelandair meðal fremstu flugfélaga Evrópu samkvæmt mati neytenda á vef TripAdvisor, stærsta ferðavef í heimi. Aðeins 5 af 20 flugfélögum sem komast á lista fljúga til Íslands.
Notendur TripAdvisor leggja ekki aðeins mat sitt á hótel, veitingahús og ferðamannastaði því þar er líka að finna umsagnir um flugfélög. Og samkvæmt tilkynningu frá Icelandair fékk félagið titilinn „2017 TripAdvisor Travelers’ Choice“ í flokki evrópskra flugfélaga í ár. Viðurkenningin byggir á fjölda og innihaldi umsagna alþjóðlegra viðskiptavina Icelandair yfir 12 mánaða tímabil. „Þetta er sterk viðurkenning af því hún kemur beint frá viðskiptavinum í gegnum þennan stóra vef, sem allir þekkja, og heiður fyrir okkur að lenda í þessum flokki fremstu flugfélaga Evrópu“, segir Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, í tilkynningu.

Fá til Íslands

TripAdvisor skiptir flugfélögum í tvo flokka, annars vegar hefðbundin flugfélög og hins vegar lággjalda- og svæðisbundin flugfélög. Í hvorum flokki eru tíu fyrirtæki verðlaunuð og vekur athygli að aðeins fimm af þessum 20 flugfélögum bjóða upp á Íslandsflug. Það eru Lufthansa og Austrian sem fljúga hingað til lands yfir sumarið og svo Finnair, Icelandair og Norwegian.
Flugfélögin sem skipa efstu sætin; hið rússneska Aeroflot, Turkish Airlines og KLM frá Hollandi hafa hins vegar ekki bætt Íslandi við leiðakerfi sín. Og það hafa ekki heldur Jet2, Aegan og S7 gert en þessi þrjú félög eru í fyrstu þremur sætunum á lista lággjaldaflugfélaga.