Íslend­ingar með lang­hæstu tekj­urnar af Airbnb

Mynd: Sigurjón Ragnar/sr-photos.com

Íslenskir leigu­salar á vef Airbnb þéna marg­falt á við kollega sína á hinum Norð­ur­lönd­unum og hlut­deild fyrir­tæk­isins hér á landi jafnast á við þriðjung þess sem öll hótel landsins ná saman­lagt. Íslenskir leigu­salar á vef Airbnb þéna marg­falt á við kollega sína á hinum Norð­ur­lönd­unum og hlut­deild fyrir­tæk­isins hér á landi jafnast á við þriðjung þess sem öll hótel landsins ná saman­lagt.
4000 íslenskir leigu­salar eru með skráðar eignir hjá Airbnb og samtals tóku þeir á móti meira en hálfri milljón gesta á síðasta ári. Á Norð­ur­lönd­unum eru það aðeins Danir sem fá fleiri gesti í gegnum þessa banda­rísku gistimiðlun samkvæmt gögnum sem Túristi hefur undir höndum. Upplýs­ing­arnar eru frá Airbnb en þó ekki fengnar frá fyrir­tækinu sjálfu enda hafa tals­menn þess ekki viljað svara spurn­ingum Túrista um umsvif sín hér á landi síðast­liðið ár. Þeir upplýs­ingar sem íslensku bank­arnir hafa birt um umsvif Airbnb síðustu misseri eru heldur ekki fengin frá Airbnb heldur erlendur mats­fyr­ir­tæki.
Samkvæmt þeim gögnum sem Túristi hefur eru í dag 4 þúsund íslenskir leigu­salar með eignir skráðar hjá Airbnb en ekki kemur fram hversu margir gisti­kost­irnir eru. Líklega eru þeir fleiri en einn að jafnaði tók hver íslenskur leigu­sali á móti 130 gestum í fyrra og dvöldu þeir að jafnaði í 2,5 nætur eða 325 nætur yfir árið. Það er vísbending um að hinn hefð­bundni íslenski leigu­sali hjá Airbnb selji gist­ingar í fleiri en eina eign nema að þeir séu með gesti inni á heim­ilum sínum í um 11 mánuði á ári.

Þriðj­ungur af hótel­mark­aðnum

Í heildina seldi Airbnb því 1,3 millj­ónir gistinátta hér á landi í fyrra en til saman­burðar voru gist­inætur á íslenskum hótelum 3,8 millj­ónir í fyrra samkvæmt tölum Hagstof­unnar. Þetta þýðir að Airbnb, eitt og sér, miðlar álíka mörgum gist­ingum og þriðj­ungur íslenskra hótela gerir saman­lagt. Hlut­deild Airbnb er ekki sambærileg á hinum Norð­ur­lönd­unum. Í Finn­landi seldi fyrir­tækið nærri helm­ingi færri gist­ingar en hér á landi en umsvifin í Noregi (1,4 millj­ónir) og í Svíþjóð (1,7 millj­ónir) eru álíka og hér á landi. Danmörk er hins vegar stærsti mark­aður Airbnb á Norð­ur­löndum en þar voru gist­inæt­urnar tæplega 3 millj­ónir.
Í Danmörku eru stærð Airbnb hins vegar aðeins um fimmt­ungur af hótel­mark­aðnum en ekki þriðj­ungur líkt og hér á landi samkvæmt saman­burði Túrista við tölur hagstofa þessara landa.

1,2 millj­ónir í tekjur

Í gögnum Airbnb eru líka upplýs­ingar um tekjur leigu­sala innan Airbnb og þær eru hins vegar gefnar upp sem miðgildi en ekki meðaltal. Samkvæmt því var miðgildi leigu­tekna íslenskra leigu­sala hjá Airbnb nærri 1,2 millj­ónir í fyrra. Í Danmörku og Finn­landi voru tekj­urnar hins vegar 240 þúsund krónur en um 280 þúsund í Danmörku og Noregi. Að tekjur Íslend­ing­anna skuli vera miklu hærri er eðli­legt í ljósi þess hversu margar gist­inæt­urnar eru hér á landi þrátt fyrir að leigu­sal­arnir séu færri en á hinum Norð­ur­lönd­unum. Sem fyrr segir er um miðgildi að ræða en ekki meðaltal.