Íslendingar með langhæstu tekjurnar af Airbnb

Mynd: Sigurjón Ragnar/sr-photos.com

Íslenskir leigusalar á vef Airbnb þéna margfalt á við kollega sína á hinum Norðurlöndunum og hlutdeild fyrirtækisins hér á landi jafnast á við þriðjung þess sem öll hótel landsins ná samanlagt. Íslenskir leigusalar á vef Airbnb þéna margfalt á við kollega sína á hinum Norðurlöndunum og hlutdeild fyrirtækisins hér á landi jafnast á við þriðjung þess sem öll hótel landsins ná samanlagt.
4000 íslenskir leigusalar eru með skráðar eignir hjá Airbnb og samtals tóku þeir á móti meira en hálfri milljón gesta á síðasta ári. Á Norðurlöndunum eru það aðeins Danir sem fá fleiri gesti í gegnum þessa bandarísku gistimiðlun samkvæmt gögnum sem Túristi hefur undir höndum. Upplýsingarnar eru frá Airbnb en þó ekki fengnar frá fyrirtækinu sjálfu enda hafa talsmenn þess ekki viljað svara spurningum Túrista um umsvif sín hér á landi síðastliðið ár. Þeir upplýsingar sem íslensku bankarnir hafa birt um umsvif Airbnb síðustu misseri eru heldur ekki fengin frá Airbnb heldur erlendur matsfyrirtæki.
Samkvæmt þeim gögnum sem Túristi hefur eru í dag 4 þúsund íslenskir leigusalar með eignir skráðar hjá Airbnb en ekki kemur fram hversu margir gistikostirnir eru. Líklega eru þeir fleiri en einn að jafnaði tók hver íslenskur leigusali á móti 130 gestum í fyrra og dvöldu þeir að jafnaði í 2,5 nætur eða 325 nætur yfir árið. Það er vísbending um að hinn hefðbundni íslenski leigusali hjá Airbnb selji gistingar í fleiri en eina eign nema að þeir séu með gesti inni á heimilum sínum í um 11 mánuði á ári.

Þriðjungur af hótelmarkaðnum

Í heildina seldi Airbnb því 1,3 milljónir gistinátta hér á landi í fyrra en til samanburðar voru gistinætur á íslenskum hótelum 3,8 milljónir í fyrra samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þetta þýðir að Airbnb, eitt og sér, miðlar álíka mörgum gistingum og þriðjungur íslenskra hótela gerir samanlagt. Hlutdeild Airbnb er ekki sambærileg á hinum Norðurlöndunum. Í Finnlandi seldi fyrirtækið nærri helmingi færri gistingar en hér á landi en umsvifin í Noregi (1,4 milljónir) og í Svíþjóð (1,7 milljónir) eru álíka og hér á landi. Danmörk er hins vegar stærsti markaður Airbnb á Norðurlöndum en þar voru gistinæturnar tæplega 3 milljónir.
Í Danmörku eru stærð Airbnb hins vegar aðeins um fimmtungur af hótelmarkaðnum en ekki þriðjungur líkt og hér á landi samkvæmt samanburði Túrista við tölur hagstofa þessara landa.

1,2 milljónir í tekjur

Í gögnum Airbnb eru líka upplýsingar um tekjur leigusala innan Airbnb og þær eru hins vegar gefnar upp sem miðgildi en ekki meðaltal. Samkvæmt því var miðgildi leigutekna íslenskra leigusala hjá Airbnb nærri 1,2 milljónir í fyrra. Í Danmörku og Finnlandi voru tekjurnar hins vegar 240 þúsund krónur en um 280 þúsund í Danmörku og Noregi. Að tekjur Íslendinganna skuli vera miklu hærri er eðlilegt í ljósi þess hversu margar gistinæturnar eru hér á landi þrátt fyrir að leigusalarnir séu færri en á hinum Norðurlöndunum. Sem fyrr segir er um miðgildi að ræða en ekki meðaltal.