Samfélagsmiðlar

Íslenski hótelmarkaðurinn í forgangi

hoteltonight amirsegall

Vinsælustu hótelin þurfa líka að geta selja herbergi með litlum fyrirvara og á því sviði er HotelTonight á heimavelli. Forsvarsmenn þessa hótelbókunarfyrirtækis stefna á aukin umsvif hér á landi. Vinsælustu hótelin þurfa líka að selja herbergi með litlum fyrirvara og á því sviði er HotelTonight á heimavelli. Forsvarsmenn þessa hótelbókunarfyrirtækis stefna á aukin umsvif hér á landi. 
Sífellt fleiri nýta snjallsímana til að skipuleggja ferðalög út í heim og hótelbókunarfyrirtækið HotelTonight hefur náð miklum árangri á sínu sviði jafnvel þó þar sé aðeins hægt að bóka gistingu með litlum fyrirvara. Stóru bókunarsíðunnar hafa reynt að apa eftir HotelTonight en með misgóðum árangri.
Þetta bandaríska fyrirtæki hefur verið að auka umsvif sín Evrópu og þar á bæ er núna allt kapp lagt á að koma sér fyrir íslenska markaðnum. Túristi ræddi við Amir Segall, framkvæmdastjóra alþjóðasviðs HotelTonight, um þetta spútnikfyrirtæki ferðaþjónustunnar og íslenska markaðinn.

Eru Evrópubúar eins líklegir og Bandaríkjamenn til að bóka gistingu á síðustu stundu? 
Að skipuleggja ferðalag rétt fyrir brottför verður alltaf algengara, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu. Helmingur hótelbókanna í Evrópu er til að mynda gerður viku fyrir fyrir komu og helmingur pantana vestanhafs er aðeins með þriggja daga fyrirvara. Og fjórar af hverjum 10 bókunum í gegnum HotelTonight eru gerðar 150 til 250 kílómetrum frá staðsetningu viðkomandi hótels.

Upphaflega buðuð þið aðeins upp á hótelbókanir samdægurs og í eina nótt í einu. Núna er hægt að bóka gistingu lengra fram í tímann í gegnum HotelTonight. Hefur þetta breytt miklu?
Með því að útvíkka þjónustuna og heimila bókanir með viku fyrirvara og í allt að fimm nætur í einu þá getum við boðið viðskiptavinum okkar meiri sveigjanleika. Þetta hefur líka orðið til þess að fleiri og fleiri sjá að hótelgisting verður oft ódýrari eftir því sem þú býður lengur með að panta.

Þið bjóðið eingöngu upp á bókanir í gegnum símapp. Eru uppi áætlanir að gera þjónustuna einnig aðgengilega í hefðbundnum netvafra?
Snjallsímar verða sífellt stærri hluti af daglegu lífi fólks, hótelbókanir í gegnum snjalltæki eiga því aðeins eftir að aukast. HotelTonight byrjaði sem app, þar af leiðandi er bókunarferlið hjá okkur það besta sem völ er á, einfalt, snuðrulaust og aðeins hannað fyrir símana. Að bóka með snjallsíma getur líka haft aðra kosti í för með sér, til að mynda geturðu þannig fengið aðgang að Geo-rate tilboðum sem aðeins standa þeim til boða sem eru á ákveðnu svæði.

Hvernig virka svona svæðisbundin tilboð?
Geo-rate er mjög spennandi og vinsæl þjónusta sem hótel geta nýtt sér vegna þess að flestir notendur HotelTonight heimila okkur að sjá hvar þeir eru staðsettir þegar þeir nota appið. Þar með geta hótel boðið sérkjör til þeirra sem eru til að mynda innan 5 kílómetra radíus frá viðkomandi hóteli eða eru jafnvel í ákveðinni borg. Þannig getur hótelstjóri í Reykjavík boðið notendum okkar í New York ákveðið verð eða jafnvel þeim sem eru staddir á ákveðnum flugvelli, lestarstöð eða leikvangi, til dæmis á Chelsea leik í London. Og þetta er ekki þjónusta sem er bara skemmtilegt að geta boðið upp á, við sjáum að fólk er þrisvar sinnum líklegra til að bóka svona tilboð en önnur.

Er mikill áhugi meðal notenda HotelTonight á gistingu á Íslandi?
Reykjavík er einn þeirra markaða þar sem HotelTonight hefur vaxið hvað hraðast og við sjáum að það er mikil eftirspurn eftir gistingu þar meðal viðskiptavina okkar. Þess vegna leggjum aukna áherslu á íslenska markaðinn. Það er ánægjulegt að sjá hversu hratt hann hefur vaxið og ferðamálayfirvöld og flugfélögin hafa staðið sig vel í að kynna hann.

Það mikil eftirspurn eftir gistingu í Reykjavík og laus herbergi af skornum skammti yfir háannatímann. Er það ekki mikil áskorun fyrir fyrirtæki sem gerir út á bókanir á síðustu stundu að bjóða upp á hótelherbergi í höfuðborginni?
Á sama tíma og hótelmarkaðurinn í Reykjavík stækkar þá mun úrvalið af gistingu í höfuðborginni hjá HotelTonight aukast. Við höfum einbeitt okkur að íslenska hótelmarkaðnum frá því í ársbyrjun og á hverjum degi verður framboðið hjá okkur betra. Ætlunin er að hafa á boðstólum eins gott úrval af gistingu í Reykjavík og hægt er nú þegar í sumarbyrjun, áður en ferðamannastraumurinn hefst.
Við hjálpum hótelum að fylla laus herbergi en gististaðir sem eru með allt uppbókað þurfa kannski ekki á okkur að halda. En þar sem afbókanir eru að verða algengari þá geta meira að segja vinsælustu hótelin haft þörf fyrir HotelTonight. Við vinnum hins vegar ekki með öllum hótelum heldur veljum við samstarfsaðila okkar út frá ákveðnum eiginleikum. Það kostar hins vegar ekkert að ganga til samstarfs við okkur og samningurinn er einfaldur, aðeins ein blaðsíða.

Þóknanir til bókunarfyrirtækja eru stór hluti af rekstrarkostnaði hótela. Hvernig er þóknun ykkar í samanburði við aðra á markaðnum?
Ég get ekki gefið nákvæmt svar við því en þóknunin er mjög samkeppnishæf. Við getum líka boðið öðruvísi þjónustu en önnur bókunarfyrirtæki. Ég heyri til að mynda á hótelstjórunum að mikið af pöntunum sem koma í gegnum Booking.com eru afbókaðar. Hótel vilja því oft frekar vinna með okkur því þá borgar viðskiptavinurinn um leið og hann bókar. Við tökum okkar þóknun og greiðum svo beint til hóteleigandans. Gestir sem bóka í gegnum Booking.com greiða hins vegar sjálfir þegar þeir koma á hótelið og þá geta komið upp atvik þar sem kort eru útrunnin eða stolin. Við tökum hins vegar áhættuna á þess háttar sjálf. Við bjóðum heldur ekki í leitarorð á Google líkt og sum bókunarfyrirtæki gera. Við erum því góð viðbót við flóruna fyrir hóteleigendur.

Hér má sækja snjallsímaforrit HotelTonight

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …