Samfélagsmiðlar

Íslenski hótelmarkaðurinn í forgangi

hoteltonight amirsegall

Vinsælustu hótelin þurfa líka að geta selja herbergi með litlum fyrirvara og á því sviði er HotelTonight á heimavelli. Forsvarsmenn þessa hótelbókunarfyrirtækis stefna á aukin umsvif hér á landi. Vinsælustu hótelin þurfa líka að selja herbergi með litlum fyrirvara og á því sviði er HotelTonight á heimavelli. Forsvarsmenn þessa hótelbókunarfyrirtækis stefna á aukin umsvif hér á landi. 
Sífellt fleiri nýta snjallsímana til að skipuleggja ferðalög út í heim og hótelbókunarfyrirtækið HotelTonight hefur náð miklum árangri á sínu sviði jafnvel þó þar sé aðeins hægt að bóka gistingu með litlum fyrirvara. Stóru bókunarsíðunnar hafa reynt að apa eftir HotelTonight en með misgóðum árangri.
Þetta bandaríska fyrirtæki hefur verið að auka umsvif sín Evrópu og þar á bæ er núna allt kapp lagt á að koma sér fyrir íslenska markaðnum. Túristi ræddi við Amir Segall, framkvæmdastjóra alþjóðasviðs HotelTonight, um þetta spútnikfyrirtæki ferðaþjónustunnar og íslenska markaðinn.

Eru Evrópubúar eins líklegir og Bandaríkjamenn til að bóka gistingu á síðustu stundu? 
Að skipuleggja ferðalag rétt fyrir brottför verður alltaf algengara, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu. Helmingur hótelbókanna í Evrópu er til að mynda gerður viku fyrir fyrir komu og helmingur pantana vestanhafs er aðeins með þriggja daga fyrirvara. Og fjórar af hverjum 10 bókunum í gegnum HotelTonight eru gerðar 150 til 250 kílómetrum frá staðsetningu viðkomandi hótels.

Upphaflega buðuð þið aðeins upp á hótelbókanir samdægurs og í eina nótt í einu. Núna er hægt að bóka gistingu lengra fram í tímann í gegnum HotelTonight. Hefur þetta breytt miklu?
Með því að útvíkka þjónustuna og heimila bókanir með viku fyrirvara og í allt að fimm nætur í einu þá getum við boðið viðskiptavinum okkar meiri sveigjanleika. Þetta hefur líka orðið til þess að fleiri og fleiri sjá að hótelgisting verður oft ódýrari eftir því sem þú býður lengur með að panta.

Þið bjóðið eingöngu upp á bókanir í gegnum símapp. Eru uppi áætlanir að gera þjónustuna einnig aðgengilega í hefðbundnum netvafra?
Snjallsímar verða sífellt stærri hluti af daglegu lífi fólks, hótelbókanir í gegnum snjalltæki eiga því aðeins eftir að aukast. HotelTonight byrjaði sem app, þar af leiðandi er bókunarferlið hjá okkur það besta sem völ er á, einfalt, snuðrulaust og aðeins hannað fyrir símana. Að bóka með snjallsíma getur líka haft aðra kosti í för með sér, til að mynda geturðu þannig fengið aðgang að Geo-rate tilboðum sem aðeins standa þeim til boða sem eru á ákveðnu svæði.

Hvernig virka svona svæðisbundin tilboð?
Geo-rate er mjög spennandi og vinsæl þjónusta sem hótel geta nýtt sér vegna þess að flestir notendur HotelTonight heimila okkur að sjá hvar þeir eru staðsettir þegar þeir nota appið. Þar með geta hótel boðið sérkjör til þeirra sem eru til að mynda innan 5 kílómetra radíus frá viðkomandi hóteli eða eru jafnvel í ákveðinni borg. Þannig getur hótelstjóri í Reykjavík boðið notendum okkar í New York ákveðið verð eða jafnvel þeim sem eru staddir á ákveðnum flugvelli, lestarstöð eða leikvangi, til dæmis á Chelsea leik í London. Og þetta er ekki þjónusta sem er bara skemmtilegt að geta boðið upp á, við sjáum að fólk er þrisvar sinnum líklegra til að bóka svona tilboð en önnur.

Er mikill áhugi meðal notenda HotelTonight á gistingu á Íslandi?
Reykjavík er einn þeirra markaða þar sem HotelTonight hefur vaxið hvað hraðast og við sjáum að það er mikil eftirspurn eftir gistingu þar meðal viðskiptavina okkar. Þess vegna leggjum aukna áherslu á íslenska markaðinn. Það er ánægjulegt að sjá hversu hratt hann hefur vaxið og ferðamálayfirvöld og flugfélögin hafa staðið sig vel í að kynna hann.

Það mikil eftirspurn eftir gistingu í Reykjavík og laus herbergi af skornum skammti yfir háannatímann. Er það ekki mikil áskorun fyrir fyrirtæki sem gerir út á bókanir á síðustu stundu að bjóða upp á hótelherbergi í höfuðborginni?
Á sama tíma og hótelmarkaðurinn í Reykjavík stækkar þá mun úrvalið af gistingu í höfuðborginni hjá HotelTonight aukast. Við höfum einbeitt okkur að íslenska hótelmarkaðnum frá því í ársbyrjun og á hverjum degi verður framboðið hjá okkur betra. Ætlunin er að hafa á boðstólum eins gott úrval af gistingu í Reykjavík og hægt er nú þegar í sumarbyrjun, áður en ferðamannastraumurinn hefst.
Við hjálpum hótelum að fylla laus herbergi en gististaðir sem eru með allt uppbókað þurfa kannski ekki á okkur að halda. En þar sem afbókanir eru að verða algengari þá geta meira að segja vinsælustu hótelin haft þörf fyrir HotelTonight. Við vinnum hins vegar ekki með öllum hótelum heldur veljum við samstarfsaðila okkar út frá ákveðnum eiginleikum. Það kostar hins vegar ekkert að ganga til samstarfs við okkur og samningurinn er einfaldur, aðeins ein blaðsíða.

Þóknanir til bókunarfyrirtækja eru stór hluti af rekstrarkostnaði hótela. Hvernig er þóknun ykkar í samanburði við aðra á markaðnum?
Ég get ekki gefið nákvæmt svar við því en þóknunin er mjög samkeppnishæf. Við getum líka boðið öðruvísi þjónustu en önnur bókunarfyrirtæki. Ég heyri til að mynda á hótelstjórunum að mikið af pöntunum sem koma í gegnum Booking.com eru afbókaðar. Hótel vilja því oft frekar vinna með okkur því þá borgar viðskiptavinurinn um leið og hann bókar. Við tökum okkar þóknun og greiðum svo beint til hóteleigandans. Gestir sem bóka í gegnum Booking.com greiða hins vegar sjálfir þegar þeir koma á hótelið og þá geta komið upp atvik þar sem kort eru útrunnin eða stolin. Við tökum hins vegar áhættuna á þess háttar sjálf. Við bjóðum heldur ekki í leitarorð á Google líkt og sum bókunarfyrirtæki gera. Við erum því góð viðbót við flóruna fyrir hóteleigendur.

Hér má sækja snjallsímaforrit HotelTonight

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …