Samfélagsmiðlar

Mikil fjölgun farþega á Akureyrarflugvelli

flugfelag islands

Nærri fjórðungi fleiri flugu til og frá Akureyri í mars sem er mun meiri viðbót en á öðrum innanlandsflugvöllum. Nærri fjórðungi fleiri flugu til og frá Akureyri í mars sem er mun meiri viðbót en á öðrum innanlandsflugvöllum.
18.544 farþegar fóru um Akureyrarflugvöll í síðasta mánuði sem er aukning um 3.460 farþega frá sama tíma í fyrra. Viðbótin fyrir norðan nemur 23% en farþegafjöldinn á Reykjavíkurflugvelli nam tíund samkvæmt tölum frá Isavia. Aukningin á Akureyrarflugvelli er því líklegast að mestu tilkomin vegna daglegra áætlunarferða þaðan til Keflavíkurflugvallar á vegum Flugfélags Íslands. Fyrsta ferð félagsins á þessari leið var farin í lok febrúar og mars var því fyrsti heili mánuðurinn þar sem þessi flugleið er starfrækt yfir vetur en um árabil hefur Flugfélag Íslands, í samtarfi við Icelandair, boðið upp á stakar ferðir yfir sumarmánuðina.

Mikilvæg tenging innanlands- og millilandaflugs

Flugleiðin milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar er þó ekki hefðbundið innanlandsflug því það er aðeins í boði fyrir farþega á leið í eða úr millilandaflugi. Farþegar geta þess vegna ekki farið út úr Leifsstöð við komuna þangað frá Akureyri heldur verða þeir að halda ferðinni áfram út í heim. Innanlandsflug er hins vegar víðast hvar hluti af starfsemi alþjóðaflugvalla og það á til að mynda við á helstu flugvöllum Norðurlanda. Og tenging innanlands- og millilandaflugs skiptir miklu máli fyrir ferðaþjónustu þessara landa líkt og kom fram í viðtölum Túrista við forsvarsmenn ferðamálaráða Finnlands, Danmerkur og Svíþjóðar sl. haust.

Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar stóð að farþegafjöldinn á Reykjavíkurflugvelli hafi staðið í stað. Það átti hins vegar við allan fyrsta ársfjórðung þessa árs. Á því tímabili fjölgaði hins vegar farþegum á Akureyri um 8,4%. 

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …