Ódýrir flugmiðar fyrir þá sem vilja út í hvelli

hotelutsala nov2015

Það er löng helgi framundan fyrir hinn almenna launamann og væntanlega margir búnir að ganga frá ferð út í heim en eins og sjá má þá þarf ekki alltaf að bóka með löngum fyrirvara til að komast út fyrir lítið. Það er löng helgi framundan fyrir hinn almenna launamann og því væntanlega margir búnir að ganga frá ferð út í heim. En eins og sjá má þá þarf ekki alltaf að bóka með löngum fyrirvara til að komast út fyrir lítið.
Sumaráætlun flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli er hafin og þá fjölgar áfangastöðunum sem flogið er beint til héðan og ferðirnar verða tíðari. Aðalferðatímabilið er þó ekki hafið enda fáir sem taka sumarfrí á vorin og þar með þurfa flugfélögin oft að slá verulega af verðinu til að fá til sín fleiri farþega á þessum tíma árs. Það sést til að mynda vel á bókunarvélum flugfélaganna því í dag er hægt að bóka flugmiða út í heim, næstu daga og vikur, sem eru mun ódýrari en gerist og gengur yfir sumarmánuðina. 
Túristi hefur skannað síður flugfélaganna og eins og sjá má hér fyrir neðan þá er úrvalið töluvert fyrir þá sem vilja út í þessari viku eða í maí eða jafnvel í dag.
Fyrir þá sem vilja gera eigin samanburð þá er fljótlegt að nota bókunarvél Momondo til að fá góða yfirsýn.

Barcelona – 11 þúsund í kvöld
Bæði Norwegian og Vueling fljúga þessa dagana héðan til Barcelona. Með fyrrnefna flugfélaginu má til að mynda fljúga út í kvöld fyrir 11.100 kr (13.400 með tösku) og heim aftur á fimmtudag. Farmiði báðar leiðir er á um 24.500. Þeir sem vilja hins vegar heldur fara út um helgina og verja 1. maí í Katalóníu geta flogið með Norwegian út á laugardag og heim á þriðjudag fyrir 21 þúsund krónur. Þess ber þó að geta að flugtímarnir eru frekar óþægilegir, til að mynda er lagt í hann frá Barcelona korter í sex að morgni.

Boston – helgin á 44 þúsund með tösku
Ódýrstu farmiðarnir til Boston í vikunni eru hjá WOW, þar er hægt að fá farmiða frá fimmtudegi til mánudags á 43.495 kr.

Búdapest – Til Ungverjalands í dag fyrir 10.500 kr.
Þangað flýgur Wizz air í dag frá Keflavíkurflugvelli klukkan hálf sex og sá sem bókar farmiða núna kemst með fyrir 10.500 kr. en borgar aukalega fyrir farangur. Ef þú vilt hins vegar heldur fara út á föstudaginn og koma heim á mánudaginn (1. maí) þá kostar berstrípaður flugmiði um 23.400 kr. Hins vegar borgarðu aukalega 12 þúsund kr. fyrir að innrita farangur og einnig aukalega fyrir stærri handfarangur.

Edinborg – Helgarflug á 18.400 kr.
Til höfuðstaðs Skota er hægt að fljúga með WOW og easyJet og kostar farmiði um helgina (fimmtudag til sunnudags) um 18.400 kr. Farið með WOW kostar um 7 þúsund kr. meira og hjá báðum félögum þarf að borga fyrir farangur.

London – báðar leiðir innan við 13 þúsund
Ef þú ert til í að fljúga út seint næstkomandi laugardagskvöld og heim í morgunsárið 2. maí þá kemstu báðar leiðir með easyJet til London fyrir um 12.750 kr. Fyrir þann sem kýs þægilegri flugtíma þá býður WOW upp á flug til London um kaffileytið á föstudag og heim á þriðjudag fyrir um 28.497 kr. Með Icelandair má fljúga til Lundúna í þessari viku fyrir 17 til 21 þúsund en heimferðin verður dýrari en þá er hægt að skoða flug með öðru flugfélagi tilbaka.

New York – Fram og tilbaka fyrir undir 50 þúsund
Ef þú leggur í hann til New York með WOW á miðvikudag og kemur heim viku síðar þá er farmiði, með tösku, á 46 þúsund. Þú getur líka flogið út á morgun með Delta og heim þann 1. maí fyrir 49.295 kr. Ef þú vilt hins vegar síður nota of marga frídag þá kostar flugið um helgina með Delta rúmar 53 þúsund krónur. Með Icelandair er líka hægt 

Ósló – 7.300 út á fimmtudag
Ef þú átt erindi til höfuðborgar Noregs þá er hægt að fljúga þangað í hádeginu á fimmtudaginn fyrir um 7.300 krónur með Norwegian og ef þú kemur heim á þriðjudaginn þá kostar farmiðinn, báðar leiðir, rétt um 14 þúsund krónur.

París – Ódýrt ef ferðast mjög létt
WOW er með sæti í dag í brottförina á miðvikudagsmorgun og heim á mánudagskvöld á 17 þúsund en þá á eftir að borga fyrir farangur.

Sólarlandaferðir
Það er líka úrval af ferðum til Spánar í boði í þessari viku og í maí. Sjá samantekt hér.

Gistingin með stuttum fyrirvara

Það eru ekki aðeins forsvarsmenn flugfélaganna sem slá af verðinu þessa dagana því það er líka hægt að finna góð kjör á gistingu ef bóka er stuttu fyrir brottför eða jafnvel samdægurs. Það eru þó sennilega ekki allir til í að lifa í óvissu með næturstaðinn en þeir sem þora að bíða með hótelbókunina geta oft fundið góð kjör. Hér eru nokkrar síður með þess háttar tilboðum og svo má líka mæla með appi HotelTonight. Þar eru uppfærð tilboð á hverjum degi í mörgum af þeim borgum sem Íslendingar venja komur sínar til.