Samfélagsmiðlar

WOW stefnir á margfalt hærri hlutdeild en Icelandair hefur

wow gma Friðrik Örn Hjaltested

Það er markmið forsvarsmanna WOW air að flytja sex milljónir farþega yfir Atlantshafið. Gangi það eftir verður félagið um fimmfalt umsvifameira á þessum markaði en Icelandair er í dag. Það er markmið forsvarsmanna WOW air að flytja sex milljónir farþega yfir Atlantshafið. Gangi það eftir verður félagið um fimmfalt umsvifameira á þessum markaði en Icelandair er í dag.
Árlega fljúga 60 milljónir farþega milli Evrópu og N-Ameríku og forsvarsmenn WOW air ætla sér tíu prósent hlutdeild á þessum markaði. Þetta kom fram í máli Daníels Snæbjörnssonar, forstöðumanns leiðakerfis WOW air, á Route Europe flugleiðaráðstefnunni sem nú fer fram í Belfast. Gangi þessar áætlanir WOW air eftir er ljóst félagið gæti orðið talsvert umsvifameira en Icelandair í flugi yfir hafið en þar var hlutdeild Icelandair um eitt prósent fyrir tveimur árum síðan en hefur að minnsta kosti tvöfaldast síðan þá. Í fyrra nam fjöldi skiptifarþega hjá Icelandair til að mynda nærri 2 milljónum. Samkvæmt frétt Routes Online sagði Daníel jafnframt að flugáætlun WOW air fyrir næsta vetur yrði 30 til 40 prósent umsvifameiri en á nýliðnum vetri.

Horft til 18 mánaða í einu

Bandaríski markaðurinn er sá mest aðlaðandi þessi misserin þegar kemur að flugi yfir hafið að mati Daníels en þar á eftir kemur sá kanadíski og svo Evrópa. Hins vegar telur hann að Bretar hafi gert sé óleik með því að kjósa með Brexit því sá markaður sé ekki eins „heitur“ og hann var. Hjá WOW air horfa menn þó ekki aðeins til flugs fyrir Atlantshafið því Daníel segir að innan fimm ára verði þotur WOW air farnar að fljúga til Asíu og annarra svæða. „Þá munum við hafa um 40 þotur i flugflota okkar. En það gæti verið of varlega áætlað“, sagði Daníel sem viðurkenndi að hjá WOW air væri þó fyrst og fremst horft til 18 mánaða í einu enda væri félagið ungt og í miklum vexti og því væri ekkert 10 ára plan til.

Bilið minnkar hratt

Fyrstu þrjá mánuðina í fyrra flugu nærri þrefalt fleiri farþegar með Icelandair en WOW air. Staðan hefur hins vegar breyst verulega því á fyrsta ársfjórðungi þessa árs er bilið á milli félaganna aðeins 22 prósent eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan.
Bæði félög fjölga áfangastöðum sínum í Bandaríkjunum um tvo í ár. WOW air hóf flug til Miami í fyrr í þessum mánuði og fer svo jómfrúarferð sína til Pittsburgh í byrjun sumars. Á sama tíma fer Icelandair sína fyrstu ferð til Philadelphia og í haust bætir félagið svo Tampa í Flórída við áætlun sína.

 

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …