10 öruggustu ferðamannalöndin 2017

helsinki sjor

Norðurlöndin eiga þrjá fulltrúa á listanum og Ísland er ofarlega á blaði. Norðurlöndin eiga þrjá fulltrúa á listanum og Ísland er ofarlega á blaði.
Nú fjölmenna ferðamenn á ný til Parísar, Nice og Brussel og það sjást batamerki í ferðaþjónustunni í Tyrklandi. Hryðjuverk og ótraust stjórnmálaástand hafa því ekki alltaf langvarandi áhrif á hylli borga og landa meðal túrista. Ástæðunar fyrir því eru líklegar margar en aðdráttarafl Parísar verður ávallt til staðar og þeir sem hafa tekið ástfóstri við Tyrkland slíta ekki tengslin svo auðveldlega.
Frakkland, Belgía og Tyrkland komast hins vegar ekki á lista bandaríska ritsins Travel&Leisure yfir þau 10 lönd sem eiga að vera öruggust fyrir ferðamenn í ár. Þar er Ísland hins vegar ofarlega á blaði.

Öruggustu ferðamannalönd í heimi í ár

1. Finnland
2. Sameinuðu arabísku furstadæmin
3. Ísland
4. Óman
5. Hong Kong
6. Singapúr
7. Noregur
8. Sviss
9. Rúanda
10. Katar