Dregur saman með íslensku flugfélögunum

icelandair wow

Farþegum Icelandair fjölgar jafnt og þétt en stökkin eru stór hjá WOW air og því minnkar sífellt stærðarmunurinn á félögunum tveimur. Farþegum Icelandair fjölgar jafnt og þétt en stökkin eru stór hjá WOW air og því minnkar sífellt stærðarmunurinn á félögunum tveimur.
Í apríl sátu samtals nærri hálf milljón farþega í þotum Icelandair og WOW air á leið til og frá landinu. Aldrei hafa félögin tvö flutt jafn marga á þessum tíma árs og fjölgaði farþegum hjá WOW um 138 þúsund en aukningin nam rúmlega 60 þúsund farþegum hjá Icelandair.
Þess ber þó að geta að hver þeirra er talin á hverjum legg og einstaklingur sem flýgur út og heim aftur með sama félaginu er því talinn tvisvar.

Betri nýting hjá báðum

Hjá Icelandair var sætanýtingin 82 prósent en 88 prósent hjá WOW. Hjá báðum flugfélögum var hlutfall selda sæta hærra en á sama tíma í fyrra.
Eins og sjá má á grafinu hér fyrir neðan þá hefur dregið verulega saman með félögunum tveimur milli ára jafnvel þó að umsvif Icelandair aukist verulega. Ástæðan er sú að viðbótin hjá WOW air á milli tímabili er mjög stór enda hefur félagið bætt við fjölda áfangastaða, aukið tíðni ferða og um leið tekið í notkun stærri flugvélar sem rúma umtalsvert fleiri farþega.