easyJet verður umsvifamest í flugi héðan til London

easyjet 2017

Þrátt styrkingu krónu og veikingu punds er eftirspurn eftir Íslandsferðum frá Bretlandi það mikil að forsvarsmenn stærstu flugfélags landsins ætla að fjölga ferðunum hingað í vetur. Þrátt styrkingu krónu og veikingu punds er eftirspurn eftir Íslandsferðum frá Bretlandi það mikil að forsvarsmenn stærstu flugfélags landsins ætla að fjölga ferðunum hingað í vetur. 
Flugsamgöngur milli Íslands og Bretlands ná hámarki yfir vetrarmánuðina og sérstaklega í febrúar þegar gefin eru vikufrí í breskum skólum. Umferðin dregst smávægilega saman yfir sumarmánuðina enda koma Bretar hingað í mun meira mæli utan háannatíma. Í febrúar í fyrra flugu til að mynda um 43 þúsund Bretar frá Keflavíkurflugvelli en þeir voru samtals 51 þúsund í júní, júlí og ágúst. Í nýliðnum febrúar fjölgaði breskum ferðamönnum um tíu prósent en þá voru farnar 427 áætlunarferðir héðan til breskra flugvalla og þar af voru brottfarirnar til Lundúna 268 talsins samkvæmt talningum Túrista. Að jafnaði var því því flogið um 15 sinnum á dag frá Keflavíkurflugvelli til Bretlands og þar af voru ferðirnar tíu til höfuðborgarinnar. En London er sú borg sem langoftast er flogið til frá Keflavíkurflugvelli.

Áframhaldandi mikil eftirspurn eftir Íslandi

Hingað til hefur Icelandair staðið fyrir flestum ferðum milli Íslands og bresku höfuðborgarinnar og fóru þotur félagsins til að mynda 23 ferðir í viku hverri til Heathrow og Gatwick þegar mest lét í vetur. Og samkvæmt flugáætlun félagsins er gert ráð fyrir jafn mörgum ferðum yfir háannatímann næsta vetur og það sama á við hjá WOW, Norwegian og British Airways sem einnig bjóða upp á áætlunarflug héðan til London. Forsvarsmenn breska lággjaldaflugfélagsins easyJet ætla hins vegar að bæta í Íslandsflugið frá London og bjóða upp á 26 ferðir í viku en þær hafa verið 20 undanfarna mánuði. Gloria Maydew, talsmaður easyJet, segir í svari til Túrista að ástæðan fyrir þessari aukningu sé áframhaldandi mikil eftirspurn eftir flugi til Íslands frá Bretlandi en félagið flýgur hingað frá sjö breskum flughöfnum, þar af þremur í nágrenni við London. Það eru því ekki útlit fyrir að áhugi Breta á Íslandsferðum hafi dalað þrátt fyrir að að breska pundið hafi veikst um 23% gagnvart íslensku krónunni síðastliðið ár.

Með þessum viðbótarferðum easyJet í vetur þá verður að jafnaði flogið 73 sinnum í viku hverri frá Keflavíkurflugvelli til London en til samanburðar voru ferðirnar 19 í febrúar 2012 þegar Icelandair og Iceland Express voru ein um flugleiðina. Og ferðafjöldinn hefur tvöfaldast frá árinu 2014 eins og sjá má á grafinu hér fyrir neðan.