Samfélagsmiðlar

Miklu ódýrari farmiðar til Ítalíu

trieste castello Miramare photo marco milani

Í lok maí hefst áætlunarflug milli Íslands og Trieste og í dag kostar ódýrasta farið, báðar leiðir, 23 þúsund krónum minna en þegar sala hófst á fluginu fyrir nærri einu ári síðan. Í lok maí hefst áætlunarflug milli Íslands og Trieste og í dag kostar ódýrasta farið, báðar leiðir, 23 þúsund krónum minna en þegar sala hófst á fluginu fyrir nærri einu ári síðan.
Flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu hafa lengi verið af skornum skammti og til að mynda verður Rómarflug WOW air og Vueling ekki á boðstólum í sumar. Áfram fljúga þó Icelandair og WOW air til Mílanó og í ár bryddar Primera Air upp á þeirri nýbreytni að fljúga héðan vikulega til Trieste á norðausturhluta Ítalíuskagans, rétt við landamærin að Slóveníu.
Sala á farmiðunum þangað hófst í júlí í fyrra og á þeim tíma kostaði ódýrasta farið, báðar leiðir, um 53 þúsund krónur líkt og Túristi greindi frá. Þá var ennþá tæpt ár í jómfrúarferðina til Trieste en núna, þegar sumarvertíðin er að hefjast, kosta ódýrustu sætin 14.999 kr. í nær allar brottfarir Primera air til Ítalíu í sumar. Heimferðirnar eru á sama verði og farmiði báðar leiðir er því á rétt um 30 þúsund krónur. Lægstu fargjöldin hafa því lækkað um 43 prósent frá því áætlunarflugið til Trieste fór í sölu. 
Hafa ber í huga að borga þarf aukalega 4.900 kr. fyrir innritaðar töskur hjá Primera Air.

Vel staðsett fyrir flakk

Sem fyrr segir er framboð á flugið héðan til Ítalíu lítið og aðeins stök leiguflug í boði til Slóveníu en frá miðborg Trieste eru aðeins 10 kílómetrar að landamærum landanna tveggja. Feneyjar eru svo einn og hálfan tíma frá flugvelli borgarinnar og staðsetning hennar býður upp á mörg tækifæri fyrir þá sem vilja keyra um þennan hluta Evrópu.
Og samkvæmt athugun Túrista þá eru kjörin á bílaleigunu við flugvöllinn í Trieste aðeins hagstæðari en í Mílanó. Leiga á bíl seinni partinn í júní kostar að lágmarki 20 þúsund en er tvöfalt dýrari fyrir þá sem verða á ferðinni seinni hlutann í júlí. Þeir sem vilja búa í sveitagistingu á Ítalíu hafa svo úr töluverðu að moða á vef Agriturismo.

 
Nýtt efni

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …