Samfélagsmiðlar

Í fyrsta skipti áætlunarflug til Ísrael

wow gma Friðrik Örn Hjaltested

Þotur WOW air munu fljúga til Tel Aviv fjórum sinnum í viku en aldrei áður hefur verið í boði beint flug milli landanna tveggja. Þotur WOW air munu fljúga til Tel Aviv fjórum sinnum í viku en aldrei áður hefur verið í boði beint flug milli landanna tveggja. Ísraelar hafa hingað til aðallega sótt Ísland heim á sumrin og gista helst á Suðurlandi.
WOW air mun hefja áætlunarflug til Tel Aviv í Ísrael þann 12. september en líkt og Túristi greindi frá í desember þá var sótt um afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli fyrir beint flug þaðan til ísraelsku borgarinnar í tengslum við gerð loftferðasamnings milli landanna tveggja. Sala flugsæta hefst á morgun samkvæmt tilkynningu frá WOW air og þar segir jafnframt að flogið verði fjórum sinnum í viku, á þriðjudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum. „Aldrei fyrr hefur verið boðið upp á beint áætlunarflug til Ísrael frá Íslandi og það er gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu. Ísrael er land mikillar menningar og það fá farþegar okkar að upplifa á frábærum verðum, í glænýjum flugvélum,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og eigandi WOW air, í tilkynningu.  
Flugferðin héðan til Ben Gurion flugvallar í Tel Aviv mun taka um 7 klukkutíma.

Vilja fjölga flugleiðum til landsins

Tel Aviv er næst stærsta borg Ísrael og státar af fögrum ströndum og iðandi mannlífi. Þaðan er hægt að fara í dagsferðir á merka staði á borð við Dauðahafið, Jerúsalem og Bethlehem. Loftslagið í Ísrael er hlýtt og milt en meðalhiti þar allt árið um kring er um 20 gráður. Ágúst mánuðurinn er almennt sá hlýjasti þar sem meðalhitinn getur farið upp í 30 gráður. „Við bjóðum WOW air velkomið til Ísrael en við höfum lagt mikla áherslu á að fjölga flugleiðum til Ísrael. Ég er viss um að þessi nýja leið muni leiða til aukningar á ferðamönnum til Ísrael frá Íslandi, Bandaríkjunum og Kanada sem er í takt við þá þróun sem við höfum séð síðastliðna mánuði,“ segir Yariv Levin ferðamálaráðherra Ísraels í tilkynningu frá WOW.

Gista helst á Suðurlandi

Ísraelskir ferðamenn eru ekki teknir með í talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli en samkvæmt tölum Hagstofunnar þá keyptu Ísraelar nærri 33 þúsund gistinætur hér á landi í fyrra. Fjölgaði nóttunum lítilega milli ára en athygli vekur að Ísraelar gista mun frekar út á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er um fimmta hver nótt sem ísraelskir ferðamenn bóka hér á landi í höfuðborginni en þriðja hver á Suðurlandi. Þannig hefur það verið síðustu tvö ár en árið 2014 voru gistinæturnar á Suðurlandi jafn margar og í Reykjavík. Hins vegar hafa Íslandsferðir Ísraela takmarkast við hásumarið og hafa þeir til að mynda nýtt sér vel sumarflug Lufthansa hingað til lands líkt og kom fram í viðtali Túrista við framkvæmdastjóra þýska flugfélagsins.

Nýtt efni

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …