Samfélagsmiðlar

Icelandair lokar söluskrifstofum í Helsinki, Ósló og Stokkhólmi

icelandair 767 757

Sex starfsmönnum sagt upp og allt sölustarf flugfélagsins á hinum Norðurlöndunum flutt til Kaupmannahafnar. Sex starfsmönnum sagt upp og allt sölustarf flugfélagsins flutt til Kaupmannahafnar.  
Starfsemi söluskrifstofa Icelandair á hinum Norðurlöndunum verður sameinuð í Kaupmannahöfn og svæðiskrifstofunum í Ósló, Stokkhólmi og Helsinki lokað. Þetta er hluti af þriggja milljarða sparnaðaraðgerðum flugfélagsins samkvæmt frétt danska ferðaritsins Checkin. Þar er haft eftir Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair, að sex starfsmönnum hafi verið sagt upp vegna þessara breytinga og hér eftir muni sölustjórar félagsins í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi vinna heiman frá sér en fá stuðning frá söluskrifstofunni í Kaupmannahöfn og höfuðstöðvum félagsins á Íslandi.

Heimamarkaðurinn stækkar en vegur ekki eins þungt

Guðjón segir jafnframt í svari til Check-in að vægi lykilmarkaða Icelandair hafi breyst síðustu ár og að mesti vöxturinn hafi átt sér stað í Norður-Ameríku. Og samkvæmt uppgjöri Icelandair fyrir fyrsta fjórðung ársins þá stendur flugið til Norður-Ameríku undir um 56 prósent af öllu sætaframboði félagsins og hefur hlutfallið farið hækkandi síðustu ár. Í ár bætir félagið við tveimur áfangastastöðum vestahafs, Philadelphia og Tampa.
Sem dæmi um breytingarnar sem hafa orðið á milli markaða hjá Icelandair þá hefur vægi þess íslenska dregist saman jafnvel þó Íslendingar ferðist meira nú en áður líkt og Túristi greindi frá nýverið. Árið 2007 komu 512 þúsund farþegar Icelandair frá Íslandi en sá hópur taldi 478 þúsund farþega í fyrra. Íslensku farþegunum hefur því fækkað en á sama tíma hefur heildarfarþegafjöldinn hjá Icelandair aukist um rúmlega tvær milljónir. Skýringin á þessum breytingum liggur ekki aðeins hröðum vexti Icelandair og litlum heimamarkaði. Aukin samkeppni í flugi til og frá landinu vegur líka þungt en til samanburðar buðu aðeins Icelandair og Iceland Express upp á flug héðan allt árið um kring árið 2007. Í dag er félögin 12 talsins og fleiri bætast við á sumrin.

 

Nýtt efni

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …