Íslendingar nærri ferðametinu frá því í júní í fyrra

kef farthegar

Bílastæðin við Flugstöð Leifs Eiríkssonar fylltust um páskana enda voru álíka margir Íslendingar í útlöndum og í júní í fyrra þegar þjóðin fjölmennti í fótboltaferðir til Frakklands. Bílastæðin við Flugstöð Leifs Eiríkssonar fylltust um páskana enda voru álíka margir Íslendingar í útlöndum og í júní í fyrra þegar þjóðin fjölmennti í fótboltaferðir til Frakklands.
Það eru margir sem nýta páskana til að ferðast út í heim en aldrei áður hefur ferðagleði Íslendinga verið eins mikil og um þá síðustu. Bílastæðin við Keflavíkurflugvöll fylltust og farþegar voru beðnir um að nýta sér áætlunarferðir út á völl. Og líklega hafa utanlandsreisurnar ekki aðeins verið bundnar við frídagana í kringum páska því í heildina flugu 62.173 íslenskir farþegar frá Keflavíkurflugvelli í apríl sem er aukning um 60 prósent milli ára. Aðeins einu sinni hafa fleiri Íslendingar flogið út í heim en það var í júní í fyrra þegar landinn setti ferðamet sem rekja má að einhverju leyti til sigurgöngu íslenska karlalandsliðsins á EM í Frakklandi. Þá fóru 67.075 íslenskir farþegar út og stórbættu þar með níu ára gamalt ferðamet sem sett var í júní árið 2007. Það met er hins vegar núna komið í fjórða sæti á listanum yfir þá mánuði sem ferðagleði Íslendinga hefur verið mest eins og sjá má hér fyrir neðan.
Þess ber að geta að talning Ferðamálastofu fer fram við vopnaleitina í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar farþegar sína vegabréfin sín. Farþegar eru því taldir í hvert skipti sem þeir fara út og einhverjir eru meira á ferðinni en aðrir.