Halda áfram Madrídarfluginu en hætta með Barcelona

norwegian velar860

Annan veturinn í röð ætlar Norwegian að fljúga hingað frá spænsku höfuðborginni en láta öðrum eftir áætlunarflugið til einnar vinsælustu ferðamannaborgar Evrópu. Annan veturinn í röð ætlar Norwegian að fljúga hingað frá spænsku höfuðborginni en láta öðrum eftir áætlunarflugið til einnar vinsælustu ferðamannaborgar Evrópu. Ódýrustu miðarnir til Madrídar eru á innan við 16 þúsund krónur báðar leiðir.
Síðastliðið haust hóf Norwegian beint flug til Íslands frá Barcelona og Madríd með stuttum fyrirvara. Aldrei áður höfðu farþegar á Keflavíkurflugvelli átt kost á áætlunarferðum til höfuðborgar Spánar yfir vetrarmánuðina en yfir sumarið sinna bæði Iberia Express og Icelandair þessari flugleið. Norwegian gerði svo hlé á Madrídarfluginu í lok vetrar en mun halda úti ferðum hingað frá Barcelona út október. Hins vegar ætlar félagið ekki í samkeppni við Vueling á ný í flugi hingað frá Barcelona næsta vetur. Aftur á móti mun Norwegian taka upp þráðinn í Madríd og fljúga þaðan til Íslands tvisvar í viku. 
Sala á miðum í þetta vetrarflug milli Madrídar og Íslands hófst nýlega og núna má finna farmiða, báðar leiðir, á tæpar 16 þúsund krónur. Hjá Norwegian þarf hins vegar að borga fyrir farangur. Vélarnar fara í loftið frá Keflavíkurflugvelli á þriðjudags- og laugardagsmorgnum klukkan 11 en frá Madríd er hins vegar lagt í hann í morgunsárið. Farþegar þurfa því að koma sér út á Barajas flugvöll um nótt.

Samkeppni á meginlandi Spánar

Lengi vel var áætlunarflug héðan til meginlands Spánar aðeins í boði frá vori og fram á haust en sem fyrr segir hefur þar orðið breyting á. Á sama tíma hefur samkeppnin yfir sumarið aukist. Norwegian fer til að mynda jómfrúarferð sína hingað frá Alicante í byrjun sumars og eins og staðan er núna kostar ódýrasta farið með félaginu í júní rétt um 10 þúsund krónur. Það er töluvert ódýrara en hjá WOW og Primera Air sem einnig fljúga milli Íslands og Alicante næstu mánuði. Til að bera saman flugfargjöld félaganna þriggja má til að mynda nota leitarvél Momondo því í einhverjum tilvikum gæti reynst hagstætt að fljúga með einu félagi út og öðru heim.
Þeir sem ætla hins vegar til Barcelona í sumar geta valið á milli ferða með Icelandair, Norwegian, Vueling og WOW og lægstu fargjöldin í júní eru á innan við 9 þúsund krónur. Sem fyrr mælir Túristi með Momondo til að bera saman flug allra félaga.