Nýir yfirmenn sölumála hjá Icelandair og Flugfélagi Íslands

icelandair vilhjalmur grimur

Tveir með reynslu af þýska markaðnum taka við sölumálum systurfélaganna á Íslandi. Tveir með reynslu af þýska markaðnum taka við sölumálum systurfélaganna á Íslandi.
Vilhjálmur Ómar Sverrisson hefur verið ráðinn sölustjóri Icelandair á Íslandi og tekur hann við starfinu af Grími Gíslasyni sem nýverið tók við sem sölu- og markaðsstjóri Flugfélags Íslands. Grímur hafði þar áður starfað fyrir Icelandair sem markaðstjóri í Mið-Evrópu og svo sölustjóri félagsins í Þýskalandi. Vilhjálmur er einnig með reynslu af því svæði enda verið við nám og störf í Frankfurt síðustu átta ár og unnið hjá Icelandair í Frankfurt frá árinu 2013. Síðast sem sölustjóri fyrir þýskumælandi markaði samkvæmt því sem kemur fram í tilkynningu. Frá áramótum hefur Vilhjálmur hins vegar unnið hjá Flugfélagi Íslands, systurfélagi Icelandair, við greiningu á flugáætlun, leiðarkerfi og fleira.