Aðeins ódýrari bílaleigubílar í Flórída

florida lance asper

Í vetur verður flogið héðan til þriggja borga á Flórídaskaganum og það er ekki annað að sjá en að verðskrár bílaleiganna í þessum borgum séu samstilltar. Í vetur verður flogið héðan til þriggja borga á Flórídaskaganum og það er ekki annað að sjá en að verðskrár bílaleiganna í þessum borgum séu samstilltar.
Lengi vel hefur aðeins verið flogið frá Keflavíkurflugvelli til Orlando en í mars hófst áætlunarflug WOW til Miami og í haust fer Icelandair jómfrúarferð sína til Tampa. Þar með er hægt að fljúga héðan til þriggja borga á Flórídaskaganum og það er því ekki ólíklegt að fjöldi íslenskra ferðamanna þar eigi eftir að aukast í vetur. Og sennilega munu flestir þeirra kjósa að hafa bíl til umráða í ferðalaginu. 

Samstilltar verðskrár

Það er hins vegar engin ástæða til að láta verðskrár bílaleiganna stjórna ferðinni því það er ekki annað að sjá en að bílaleigubílarnir kosti nákvæmlega það sama við flugstöðvarnar í Tampa, Miami og Orlando samkvæmt nýrri verðkönnun Túrista. Þetta er í takt við könnun sem Túristi gerði í febrúar en síðan þá hefur hins vegar leiguverðið í nóvember lækkað um nærri tíund. Þá kostaði millistór bíll í eina viku í nóvember (20.-26.nóv) nærri 23 þúsund krónur en núna er verðið komið niður í 20.383 krónur fyrir þessa sömu daga.
Þeir sem ætla á vera á ferðinni 22. til 28. janúar borga aðeins meira eða 22.811 kr. í borgunum þremur. Sjö manna bíll þá viku kostar hins vegar 38.451 kr. en 33.230 í Miami í nóvember en 33.860 kr. í Tampa og Orlando.

Kostur að geta afbókað

Í könnun Túrista var leitarvel Rentalcars notuð en með henni er hægt að bera saman kjör á þekktustu bílaleigunum á hverjum stað fyrir sig. Leitarvélin finnur líka oft mjög hagstæð kjör á bílaleigubílum samkvæmt athugunum Túrista síðustu ár. Og þeir sem panta í gegnum Rentalcars geta oft afbókað bílanna með stuttum fyrirvara sem getur verið kostur þegar verðið lækkar.
Rentalcars knýr einnig bílaleiguleitina hér á síðunni.